Færslur: 2011 Desember

12.12.2011 21:00

Bluefin - stór og fallegur plastbátur


      Bluefin © mynd bataverksmiðjan.is . Þótt ótrúlegt sé þá er hér á ferðinni bátur smíðaður úr trefjaplasti

12.12.2011 20:00

Erla ex íslensk Erla

Ekki man ég hvort þessi togari var skráður nokkuð hérlendis, en hann var í eigu aðila í Reykjavík og gerðu hann út undir erlendri skráningu, en nú er hann í Namibíu


          Erla, í Walvis Bay í Namibíu, áður gerð út frá Reykjavík m.a. þó hún væri skráð erlendis © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 26. okt. 2011

12.12.2011 19:00

Fengur L 1020 ex ísl. Fengur

Þessi bátur var upphaflega smíðaður fyrir Þróunarstofunina og notaður til þróunarstarfa erlendis.


     Fengur L 1020 ex 1670. Fengur, í Walvis Bay, í Namibíu © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 26. okt. 2011

12.12.2011 18:10

Um ósk á lykilorði vegna myndasíðunnar

Margoft hef ég birt greinarstúf eins og þennan, vegna óska manna um að fá lykilorð af myndasíðum mínum. Þeirri ósk hef ég ekki getað orðið við af ástæðu sem ég mun enn einu sinni greina frá hér fyrir neðan. En áður en ég kem að því verð ég að segja að ég undrast það að fá margar óskir í hverri viku og oftast frá fólki sem ég þekki ekki neitt. Spyr ég mig að því hversvegna fólk er að óska eftir lykilorði af læstum síðum, sem síðan væru opnaðar fyrir hina og þessa?

En svo ég komi nú að aðalþætti málsins, þá hef ég haft það form í öryggisskyni að geyma ekki myndirnar í tölvunni, heldur eru þær hýstar hjá fyrirtækjum bæði hérlendis og erlendis sem annast slíka geymslu. Myndasíðurnar sem 123.is er með í boði, eru því ekki þannig að hægt sé að hleypa fólki að þeim því þar er allt í belg og biðu og ósorterað og að sjálfstæðu get ég ekki veitt neinum lykilorð að þeim síðum sem eru geymdar utan tölvunnar.

Orðsendingu sem þessa er ég búinn að birta hér á nokkra mánaða fresti frá upphafi og verð því miður alltaf að endurtaka hana, en þetta er staðreynd málsins og því hefur það engan tilgang að biðja um lykilorð, ég á ekki þann möguleika að gefa það upp, enda í raun ekki um neitt slíkt að ræða.
 
                                                 Með bestu kveðjum Emil Páll

12.12.2011 18:00

Hraunsvík, í Namibíu

Þessi bátur hét hér á landi eftirtöldum nöfnum: Patrekur BA, Valur SU, Gyllir ÍS, Hraunsvík GK og núverandi Hraunsvík erlendis


       Hraunsvík, í Walvis Bay, þ.e. þessi blái við bryggjuna, í Namibíu ex 1640. Hruaunsvík GK o.fl. nöfn ( sjá upptalninguna fyrir ofan myndina) © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 26. okt. 2011

12.12.2011 17:15

Baldur Árna L -1142 ex Baldur Árna ex Sunnutindur

Núna um helgina sýndi ég fjórar myndir af Sunnutind SU 59, hér kemur sá togari aftur en nú sem Baldur Árna L -1142 í Namibíu, en því nafni hélt hann einmitt hérlendis áður en hann var seldur út




       Baldur Árna L 1142 ex 1603. Baldur Árna á ísl. ex Sunnutindur SU 59, í Walvis Bay, Namibíu © myndir shipspotting, Hilmar Snorrason, 26. okt. 2011

12.12.2011 16:45

JSC 1 ex Hringur, Hrímbakur og Bjarni Herjólfsson

Þessi togari bar hér á landi nöfnin Hringur SH, Hrimbakur EA og Bjarni Herjólfsson ÁR


     Sá blái er JSC 1 ex 1473. Hringur SH ex Hrímbakur EA ex Bjarni Herjólfsson ÁR, í Walvis Bay í Namibíu © mynd shipspotting Hilmar Snorrason, 26. okt. 2011

12.12.2011 15:00

Kamail L - 1266 ex Barði ex Júlíus Geirmundsson

Þessi bar fyrst í Namibíu, nafnið Barði, en það nafn var einmitt síðasta nafnið á Íslandi og var þá NK, þar á undan bar hann nafnið Júlíus Geirmundsson ÍS




              Kamail L 1266 ex Barði ex 1536. Barði NK ex Július Geirmundsson ÍS, í Walvis Bay, Namibíu © myndir shipspotting. Hilmar Snorrason, 24. okt. 2011

12.12.2011 14:00

Khomas L-1024 ex Aðalvík o.fl. íslensk nöfn

Þessi togari bar hér á landi eftirfarandi nöfn í réttri röð: Aðalvík KE, Drangey SK, Eyvindur Vopni NS, Óseyri, Skúmur GK og Helga II RE


    Khomas L-1024 ex 1348. Helga II ex Skúmur ex Óseyri ex Eyvindur Vopni ex Drangey ex Aðalvík, í Walvis Bay, Namibíu © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 26. nóv. 2011

12.12.2011 13:15

Óþekktur plastbátur

Hér er bátur sem ég veit engin skil á, en birt samt myndir um og kannski eru einhverjir þarna úti sem vita betur og láta mig kannski vita.












                  Óþekktur © myndir úr safni Sólplasts

12.12.2011 12:00

Á björgunarbáti

Ég man ekki eftir nema einum björgunarbáti sem leit svona út, en auðvitað getur það verið vitleysa. Sá bátur var Vörður á Patreksfirði, síðar Vörður II og þá m.a. um tíma í Sandgerði.






                        © myndir Gísli Aðalsteinn Jónasson, 5. apríl 1991

12.12.2011 11:35

Einn gamall - fjórhjóla

Einn gamall, ekki þó bátur, en engu að síður gaman að sjá


              © úr myndasafni Sólplasts

12.12.2011 09:00

Gulltoppur GK 321

Hér kemur önnur mynd sem stækkuð var upp úr mynd sem áður hefur verið birt hér, nú síðustu daga, en þessi var úr myndinni frá Vogum.

   1762. Gulltoppur GK 321, í dag Lilja BA 107 © mynd úr safni Sólplasts

12.12.2011 08:30

Elliði GK á síðasta degi

þessi mynd er stækkuð upp úr mynd úr syrpunni af sjósetningu Selmu ÍS, sem sýnd var hér fyrir nokkrum nóttum og sýnir Ellliða GK á sínum síðasta degi í Njarðvík því síðar þennan dag var hann dreginn í Hafnarfjörð þar sem hann var brotinn niður. Ef vel er skoðað má sjá að Kristbjörgin sem síðan fór í plássið er þarna utan á Elliða.

  43. Elliði GK 445 og utan á honum er 44. Kristbjörg VE 70, í Njarðvíkurhöfn © Emil Páll, 26. maí 1991

12.12.2011 00:00

Sæljómi GK 150

Hér sjáum við bátinn við aðsetur Sólplasts, sem þá var í Innri - Njarðvik og síðan eru myndir úr Vogum, en þar var hann sjósettur.

















         2050. Sæljómi GK 150, í Innri - Njarðvík og í Vogum. Maðurinn sem stendur við bátinn á mynd 2 er Grétar Pálsson eigandi hans á þeim tíma © myndir úr safni Sólplasts