Færslur: 2011 Desember

16.12.2011 22:15

Rotnandi síld í Breiðafirði

Skessuhorn:

 

16. desember 2011

Sjómenn í Stykkishólmi segja mikið af dauðri síld í flekkjum fljótandi milli eyja við Stykkishólm þessa dagana. Einn viðmælenda Skessuhorns segir ljóst að skipstjórar á sumum nótaveiðiskipanna sýni þarna mikið virðingarleysi við náttúruna og að svona framferði skaði allt lífríki á grunnsævi í Breiðafirði. "Þeir eru að sleppa niður síld, sem hefur afhreistrast, í stórum stíl. Sú síld drepst og flýtur nú um allan sjó eða sest á botninn og veldur skaða á lífríkinu. Lyktin af rotnandi síldinni, sem flýtur um sjóinn, er ógeðsleg og meira að segja fuglinn lítur ekki við þessu."

Menn telja ekki að þetta sé síld sem drepist hafi vegna sýkingar, hún hafi verið að reka á fjörur á vorin þegar sjór hlýnar. Þessi dauða síld sé einfaldleg vegna þess að nótaveiðiskipin séu að fá of stór síldarköst sem ekki sé hægt að innbyrða vegna kvótaskorts eða plássleysis, eða þá að verið sé að sleppa úr nótunum síld, sem sé of smá til vinnslu. Viðmælandi Skessuhorns hefur sínar skýringar á þessu. "Þetta er vítaverð umgengni við auðlindina og náttúruna og þeim til skammar sem að koma. Ég veit til þess að skipverjar á einu nótaskipanna voru að blogga um það í fyrra að þeir hefðu sleppt mikilli síld. Það er líka spurning hvort ekki eigi að banna nótaveiðar á grunnsævi eins og hér. Þetta eru erfiðar aðstæður fyrir stór skip hér inn á milli eyjanna, mikill straumur og grunnt. Lítið þarf því út af að bera til að nótaskipin lendi í vandræðum. Það er bara spurning hvenær stórt umhverfisslys verður hér."

Nótaveiðiskipin eru nú hætt veiðum og skip Hafrannsóknarstofnunar hefur ekki verið á ferðinni síðan þau hófu veiðar. Smærri bátar hafa náð góðum afla að undanförnu í lagnet, rétt utan Stykkishólms, allt að fjórum tonnum í fimm net. Skipverjar þeirra báta hafa líka orðið fyrir því að fá netin upp illa lyktandi af rotnandi síld. Þá segja viðmælendur Skessuhorns að svipuð dæmi hafi komið upp í Grundarfirði og þar sé rotnandi síld í haugum á sjávarbotninum til mikils skaða fyrir lífríkið.

16.12.2011 22:00

Nildina H 222


                  Nildina H 222, frá Hull © mynd shipspotting, roar Jensen, frá því um 1950

16.12.2011 21:00

Frederik, í dag


             Frederik, í Litháen í dag © mynd shipspotting, Gena Anfinov, 16. des. 2011

16.12.2011 20:00

Tehian


                       Tehian, í Argentínu © mynd shipspotting, Captain Ted, 29. júlí 2011

16.12.2011 19:15

Lady Nelson


              Lady Nelson, í Australíu © mynd shipspotting, hmfcooper, 9. nóv. 2011

16.12.2011 17:25

Gayser Senior M-200-H


      Gayser Senior M-200-H, í Alesundi, Noregi © mynd shipspotting, HS FOTO,  24. feb. 2007

16.12.2011 16:40

Hafursey fer í geymslu

©Ég náði í dag í Kjartan útgerðarstjóra Vísis og staðfesti hann orð Tryggva Sig um söluna á bátnum, en gengið var frá málum nú í vikunni. Mun báturinn koma til Njarðvíkur næstu daga og verða tekinn þar upp og settur í geymslu, þar sem enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær á að breyta henni.


           1416. Hafursey VE 122, í Vestmannaeyjum © mynd Jóhann Þórlindsson, 2009. Máltækið ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER, passar vel við þennan bát, því nú er hann í þriðja skipti á ævi sinni að komast í eigu Suðurnesjamanna.

16.12.2011 15:45

Alma dreginn norður á morgun

Norskt dráttarskip kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun sem mun draga flutningaskipið Ölmu til Akureyrar, þar sem skipið mun fara í slipp. Framkvæmdastjóri Nesskipa, sem eru með umboð fyrir útgerð Ölmu, segir í samtali við mbl.is að stefnt sé að því að draga skipið norður á morgun.

"Það er verið að gera klárt fyrir dráttinn og við reiknum með, svona út frá veðurspánni, að þeir leggi af stað í fyrramálið eða um hádegi á morgun," segir Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesskipa. Nú sé norðanátt og menn ætli að láta hana ganga niður áður en þeir leggi af stað. Spáin fyrir helgina sé góð.

Kom þetta fram í mbl.is í dag, en hér er myndir sem Óðinn Magnason tók á Fáskrúðsfirði í dag




         Alma og norski dráttarbáturinn á Fáskrúðsfirði í dag © myndir Óðinn Magnason, 16. des. 2011

16.12.2011 13:30

Þegar Sölvi Bjarnason kom nýr til Tálknafjarðar

Hér sjáum við þegar  Sölvi Bjarnason BA 65 kom nýr til Tálknafjarðar, Frigg BA 4 og Birgir BA 3 og trébátur sigla á eftir.




       1556. Sölvi Bjarnason BA 65, kemur nýr til Tálknafjarðar og fylgja honum Frigg BA 4, Birgir BA 3 og óþekktur trébátur © myndir Unnur Sigurðardóttir, 1980

16.12.2011 13:10

Vísis-togarinn Atlantic Viking ónýtur?

Frá því í haust hefur kanadíski togarinn Atlantic Viking sem er í eigu dótturfyrirtækis Vísis hf., í Kanada verið í minni kvínni í Hafnarfirði. Vitað var fyrir að fara þyrft fram mjög miklar viðgerðir, en nú er svo komið að vinna við togarann hefur legið niðri í hálfan mánuð. Ástæðan er sú að bolur skipsins var mun verri en menn áttu von á. Er hann svo tærður og þunnur orðinn að menn sitja yfir útreikningum um það hvort það borgi sig að gera við hann, eða kannski frekar að farga honum.


              Atlantic Viking, í minni kvínni í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 11. okt. 2011


                             Atlantic Viking © mynd MarineTraffic, Wes Pretty

16.12.2011 12:50

Vadsöjenda


             Vadsöjenda, í Alesundi, Noregi © mynd shipspotting, HS FOTO, 3. feb. 2006

16.12.2011 08:00

Hafursey VE til Vísis

Þó svo að útgerðarstjóri Vísis hafi ítrekað beðið mig að bíða með fréttina og því ekki viljað stafesta neitt við mig, þá birti ég hér frásögn Tryggva Sig á síðu sinni í gær

Í dag tók ég eftir því að búið var að færa Hafursey VE 122 úr langtímastæðinu sínu, ég fór að grenslast fyrir hvað væri í gangi og var sagt að búið væri að ganga frá sölu hennar til Vísis í Grindavík. Báturinn á að sigla næstu daga til Njarðvíkur og á að geyma bátinn fyrst um sinn á þurru landi en það er eitthvað vesen í gangi með sleðan í Njarðvík efir óhapp þar að mér var tjáð.


   1416. Hafursey VE 122, í Vestmannaeyjum © mynd Jóhann Þórlindsson, 2009

16.12.2011 00:00

Færeyingar á loðnuveiðum NV af Íslandi í ágústmánuði

Hér kemur syrpa frá Gísla Aðalsteini Jónassyni og segir hann þetta um þann bát sem þarna er um að ræða:
Þarna vorum við á rækjuveiðum og færeyingarnir voru á loðnuveiðum NV af Íslandi. Af hverju Íslendingar voru ekki farnir að veiða Loðnu í ágúst veit ég ekki.










                      Havlot FD 500 © myndir Gísl Aðalsteinn Jónasson, 23. ágúst 1988

15.12.2011 23:25

Björgúlfur EA brenndi innlendum lífdísil

 Lífdísillinn unninn úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu

Fiskifréttir 15. desember 2011
Björgúlfur EA (Mynd: Þorgeir Baldursson).

Björgúlfur EA-312 er kominn til heimahafnar á Dalvík úr óvenjulegri veiðiferð en innlendur orkugjafi var prófaður í túrnum. Um er að ræða lífdísil sem framleiddur er hjá nýsköpunarfyrirtækinu Orkey á Akureyri. Lífdísillinn er unninn úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu sem er úrgangur sem áður var urðaður, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Kristinn F. Sigurharðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar, sagði í samtali við Fiskifréttir að það væri einsdæmi í heiminum að úrgangi væri breytt í orku sem síðan væri notuð á fiskiskip.  

Björgúlfur EA tók um 10 þúsund lítra af lífdísil með í síðustu veiðiferð. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, sagði að ráðgert væri að taka annan eins skammt með í næstu veiðiferð.   

Halldór Gunnarsson, yfirvélstjóri á Björgúlfi EA, sagði í samtali við Fiskifréttir að lífdísillinn hefði gefið mjög góða raun. ,,Við fylgdumst grannt með öllu og sáum ekki að neinn munur væri á því að brenna lífdísil eða öðru eldsneyti. Þetta tókst því í alla staði mjög vel," sagði Halldór.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.

15.12.2011 23:00

Teigenes


                Teigenes, í Alesund, Noregi © mynd shipspotting, HS FOTO, 13. feb. 2006