02.09.2018 20:30

Unnur, F-31-M, Gáski, F-52-M o.fl.

Undanfarna daga hef ég fylgt eftir ferðalagi þeirra feðga Guðna Ölverssonar og Ölvers Guðnasonar á bát þeirra er nefnist Krossanes og er gert út í Noregi. Bátur þessi hét áður Særún EA og var þá íslensk. Ferð  þessi hófst í Tromsø og munu þeir koma milli kl. 2 og 3 í nótt til Gamvíkur í Noregi. Núna birtast 5 myndir sem Guðni tók í ferðinni, en í dag stoppuðu þeir í Harvöysundi og fengu kex og kaffi hjá Halta Páls, sem gerir út fyrrum íslenskan bát. Notuðu þeir tækifærið og tóku þar olíu með hans hjálp. Í þessum bæ eru a.m.k. gerðir út 5 fyrrum íslenskir bátar, þrjár Cleópötrur, Gáska og Víkingurinn hans Hjalta. Næsta stopp verður væntanlega í nótt í Gamvík.

Á myndunum sem nú birtast sjáum við Unni F-31-M, sem Hjalti gerir út, Cleópötru F-52-M, Gáska sem á sér sögu frá Eskifirði og fleiri  fyrrum íslendinga sem eru m.a. við bryggju í Havöysund. - Hér koma myndirnar 5, en án texta.

 

 

 

 

 

                                                         Hjalti

 

 

 

 

      Blíða í Havöysund, Unnur F-31-M, Hjalti Pálsson um borð í Unni, Gáski og Cleopatran F- 52- M © myndir Guðni Ölversson, 2. sept. 2018