07.06.2018 15:16

Þráinn Jónsson og Kristján Nielsen hjálpuðust í gær

Eins og fram kemur í síðustu færslu dagsins, var Tryggvi Eðvarðs SH 2, hífður upp í Sandgerðishöfn og settur á Gullvagn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og fluttur með honum á athafnarsvæði Sólplasts. Sjáum við hér forystumenn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og Sólplasts, (sem unnu þarna saman) þegar báturinn var kominn upp að Sólplasti í gær.

 

Þráinn Jónsson, Skipasmíðastöð Njarðvíkur  (t.v) og Kristján Nielsen, Sólplasti í gær © mynd Emil Páll, 6. júní 2018