02.03.2018 14:15

Svafar fylgist með björgunaræfingu í morgun rétt sunnan við Bodø

Svafar Gestsson: Það er alltaf ánæjulegt að fá að taka þátt í björgunaræfingum með þessum frábæru þyrluáhöfnum hjá Norsku björgunarfélögunum sem eru með Sea King þyrlur. Einni slíkri tókum við þátt í í morgun rétt sunnan við Bodø, reyndar tvöfaldri æfingu þar sem tveir þyrluflugstjórar voru að spreyta sig ásamt áhöfn við að slaka manni og sjúkrabörum niður og hífa upp og því allt gert tvisvar sinnum. Veðrið ekki af verri endanum þennan morgunin en þó fremur svalt. Sjáum fyrir endann á þessu næstum 4 vikna ferðalagi í kvöld er við komum til Harstad.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                      © myndir Svafar Gestsson, í dag 2. mars 2018