11.10.2017 21:00

Fjölnir GK 657, felldur niður í dag

Rétt eftir hádegi í dag hófst Fura handa við að fella Fjölni GK 657 niður, þar sem hann stóð uppi í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og kemur hér myndasyrpa sem ég tók við það tilefni. Á fyrstu tveimur myndum er raunar lítil hreyfing á bátnum, enda verið að gera hann klárann til að falla. Síðan kemur hver myndin af fætur annarri þar sem hann fellum um koll. Síðustu þrjár myndirnar tók ég síðan þegar Fura var farinn að brjóta hann niður.

Að sögn starfsmanns Furu, á hann von á að verkið taki viku, eða jafnvel vikur, þar til öllu er lokið. En járnið verður flutt á athafnarsvæði Furu í Hafnarfirði.

Fyrir þá sem ekki vissu að báturinn yrði brotinn niður, bendi ég á að oft hefur verið fjallað um aðdraganda málsins hér á síðunni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


        237. Fjölnir GK 657, í niðurrifi hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, brotið af Furu © myndir Emil Páll, 11. okt. 2017