11.09.2016 12:13
Ný Daðey GK 777 ex Örninn ÓF 176 ex Oddur á Nesi SI 76
Undanfarnar 2 vikur eða u.þ.b. hefur bátur þessi legið nafnlaus en með skipaskrárnúmer í Sandgerðishöfn eða þangað til rétt um kl.11 í gærmorgun að hann fór til Grindavíkur. Kom þá í ljós að báturinn hefur verið keyptur þangað og mun fá nafnið Daðey GK 777. En hvað gert verði við eldri Daðey, veit ég ekki.
![]() |
2799. Daðey GK 777 ex Örninn ÓF 176 ex Oddur á Nesi SI 76, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 26. ágúst 2016 - Kom til Grindavíkur í gær, 10. sept. 2016
Skrifað af Emil Páli

