11.09.2016 12:13

Ný Daðey GK 777 ex Örninn ÓF 176 ex Oddur á Nesi SI 76

Undanfarnar 2 vikur eða u.þ.b. hefur bátur þessi legið nafnlaus en með skipaskrárnúmer í Sandgerðishöfn eða þangað til rétt um kl.11 í gærmorgun að hann fór til Grindavíkur. Kom þá í ljós að báturinn hefur verið keyptur þangað og mun fá nafnið Daðey GK 777. En hvað gert verði við eldri Daðey, veit ég ekki.

 

    2799. Daðey GK 777 ex Örninn ÓF 176 ex Oddur á Nesi SI 76, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 26. ágúst 2016 - Kom til Grindavíkur  í gær, 10. sept. 2016