13.06.2016 06:12

Strandveiðum í Júní á A-svæði lýkur í dag

mbl.is:

Strand­veiðum í júní á svo­nefndu A-svæði, sem nær frá sunn­an­verðu Snæ­fellsnesi til Ísa­fjarðar­djúps, lýk­ur eft­ir dag­inn í dag. Þetta er sam­kvæmt reglu­gerð sem Fiski­stofa gaf út síðastliðinn föstu­dag.

Að morgni þess dags höfðu smá­báta­menn á A-svæðinu veitt alls 810 tonn, en kvóta­pott­ur­inn fyr­ir þessi mið í mánuðinum er alls 1.023 tonn.

„Veiðarn­ar á þessu svæði hafa gengið mjög vel að und­an­förnu. Bát­arn­ir eru fleiri og afl­inn í hverri ein­ustu ferð tals­vert meiri en verið hef­ur á fyrri árum,“ seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær­kvöldi. Að und­an­förnu hafa 603 bát­ar verið á strand­veiðum á miðunum við landið, þar af 226 á A-svæðinu.