02.09.2014 21:30
Stór og fallegur makríll, en djúpt á honum
Fjöldi báta var í kvöld á Keflavíkinni og úti af Vatnsnesi, en aflinn ansi lítill. Þó er ekki hægt að kvarta yfir stærðinni á fiskinum sem veiðist, eins og sést á einni af myndunum sem ég birti nú.
Að sögn manns sem unnið hefur við þetta síðan 2010, er það algengt hegðunarmunstu makrílsins að eftir mikið óveður fari hann á mikið dýpi og komi síðan upp eftir nokkra daga, en þannig hefur gerst tvisvar í sumar. Vonandi er þetta rétt, því lítil veiði er hjá bátum um allt land, ekki bara á Suðurnesjum og líka hjá togurunum.
Hér birti ég mynd af MarineTraffic, sem sýnir bátanna í kvöld í nágrenni Keflavíkur og Njarðvíkur, svo mynd af einum bátanna sem var á Keflavíkinni í kvöld og loksins sýni ég mynd af stórum makríl sem einn bátanna landaði í kvöld.
![]() |
||||
|
|



