22.10.2013 17:22

Magnús Geir KE 5, næstum því í heimahöfn

Núna rétt áðan kom rækjuskipið Magnús Geir KE 5, til hafnar í Njarðvíkurhöfn, til löndunar bæði á rækju sem fer beint í flug, svo og á iðnaðarrækju. Skipið er nú komið á Eldeyjarrækju og landaði hann í Sandgerði fyrir nokkrum dögum, en að sögn Einars Magnússonar eiganda skipsins muna það ýmist landa í Sandgerði eða Keflavík, meðan það er að veiða kvóta sinn við Eldey. Til stóð að skipið kæmi til heimahafnar í Keflavík, en sökum plássleysis þar fór það í Njarðvík.


                1039. Magnús Geir KE 5, siglir fram hjá Vatnsnesinu í Keflavík, núna áðan


             1039. Magnús Geir KE 5, leggst að bryggju í Njarðvik, núna áðan © myndir Emil Páll, 22. okt. 2013