02.08.2013 16:30

Valborg strönduð!

Finnska flutningaskipið Valborg, sem var á leið frá Vestmannaeyjum til Keflavíkur með timburfarm, strandaði á Garðskagaflös. Menn úr Garðinum björguðu þorra áhafnarinnar, en aðrir komust upp á nærliggjandi sker. Þetta gerðist 18. janúar 1958 og fljótlega keyptu nokkrir einstaklingar flakið á 25 þúsund krónur, en mér er ekki kunnugt um hvort þeir hafi náð að bjarga einhverju úr því áður Ægir konungur sá um að farga skipinu.
Fyrir nokkrum mánuðum birti ég neðri myndina, en nú kemur hin til viðbótar og báðar eru þær teknar af Baldri Konráðssyni.


                           Valborg nýströnduð á Garðaskagaflöst, 18. janúar 1958


               Hér brýtur á skipinu á strandstað en þó má sjá hluta af yfirbygginu þess
                                         © myndir Baldur Konráðsson, í janúar 1958