17.02.2013 10:10
Haraldur hagnast við strendur Afríku
dv.is.:
Einn af fyrrvi eigendum Sjólaskipa græddi 34 milljónir króna árið 2011Afríkuútgerð Haraldar Reynis Jónssonar, eins af fyrrverandi eigendum útgerðar Sjólaskipa í Afríku sem seld var til Samherja árið 2007, hagnaðist um ríflega 34 milljónir króna árið 2011. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2011.
Útgerð Haraldar Reynis heitir Úthafsskip. Mikil viðsnúningur var í rekstri útgerðarinnar á milli áranna 2010 og 2011 en tap félagsins árið 2010 hafði numið rúmlega 119 milljónum króna.
Félag Haraldar á og rekur tvo verksmiðjutogara sem veiða fisk, aðallega hestamakríl, við strendur Vestur-Afríku, sérstaklega úti
fyrir Máritaníu. Útgerðin er með aðsetur í borginni Las Palmas á Kanaríeyjum, eins og útgerð Samherja sem keypt var af Sjólaskipum.

