03.12.2012 10:42

Skipavernd

mbl.is

Blátindur ber hið sérstaka lag Vestmannaeyjabátanna. Hann var smíðaður í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1947 og ... stækkaBlátindur ber hið sérstaka lag Vestmannaeyjabátanna. Hann var smíðaður í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1947 og var 45 tonn. Hönnuður og yfirsmiður var Gunnar Marel Jónsson. mbl.is

„Tréskip fúna í naustum, það er vitað. Slíkt gerist ef tréskip eru höfð á landi svo árum skiptir. Sorglegasta dæmið hér á landi er efalaust kútter Sigurfari á Akranesi. Hann er allt að því ónýtur, segir Þorsteinn Pétursson (Steini Pé), áhugamaður um varðveislu gamalla skipa, í grein í Morgunblaðinu í dag. Ef ekki verður gripið til aðgerða strax, segir Steini, mun skammt þess að bíða að Sigurfari verði aðeins sögubrot íslenskrar útgerðarsögu.

Þorsteinn Segir m.a. í grein sinni: „Hugsum í áratugum, ekki í árum. Þannig mætti áætla að það tæki jafnvel áratugi að gera upp sum þessara tréskipa. Þeim verði komið til Slippsins sem myndi gera þau geymsluhæf og vernda frá frekara tjóni. Síðan yrði unnið eftir framlögum hvers árs við viðgerðir og endurnýjun. Sem dæmi mætti gera Maríu Júlíu upp á tíu til fimmtán árum og Blátind á fimm árum. Þessi skip mundu síðan fara til sinna heimahafna og fá þar hlutverk við hæfi“.

Brennum ekki fleiri báta eða skip, tökum höndum saman, okkur öllum til velfarnaðar og sóma eru lokaorð Þorsteins Péturssonar.