30.11.2012 23:00

Einn frá Bláfelli í endurbótum hjá Sólplasti

Þessi bátur sem við sjáum hér var framleiddur hjá Bláfelli á Ásbrú, innréttaður og frágengin í Njarðvik og sjósettur í ágúst 2011, er nú kominn til Sólplasts í Sandgerði þar sem sett verður á hann hliðarskrúfa og hugsanlega eitthvað meira

Sjáum við hér þegar eigandi bátsins kemur með bátinn á athafnarsvæði Sólplasts rétt fyrir hádegi í dag.
                2805. Sella GK 225, kemur á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði í dag © myndir Jónas Jónsson, 30. nóv. 2012