01.04.2012 10:37

Green Atlantic ex Jökulfell loksins komið frá bryggju

Flutningaskipið Green Atlantic sem hét einu sinni Jökulfell og hefur verið bilað við bryggju á Reyðarfirði í marga mánuði er nú komið frá bryggju og lónar úti á Reyðarfirði í morgun er hefur nú siglt út fyrir fjörðinn með eigin vélarafli.
          Green Atlantic ex 1683. Jökulfell, á Reyðarfirði © mynd Sigurbrandur, 7. sept. 2011

Af Facebook:
Emil Páll Jónsson Kl. 10.46: Samkvæmt nýjustu fréttum að austan siglir það nú sjálft fyrir eign vélarafli og er horfið út fyrir fjörðinn.
Guðni Ölversson  Kl. 10.57: Já og núna ætti það að vera þvert af Hólmanesinu
Sigurbrandur Jakobsson Sá á föstudaginn leggja svaka reyk frá því þegar það var sett í gang seinnipartinn
Sigurbrandur Jakobsson Kl. 12.02: Nú er það samkvæmt AIS í mynni Reyðarfjarðar
Tómas J. Knútsson mikið er ég glaður að skipið sigli aftur, þetta var gott sjóskip