30.01.2012 17:00

Goðinn dregur Jón Vídalín ÁR 1 til Reykjavíkur eftir strand á Álftanesi

Jón Vídalín ÁR, frá Þorlákshöfn dreginn af Goðanum, inn til Reykjavíkur eftir að togarinn strandaði á grynningunum út af Álftanesi, sennilega 1978.
     1005. Goðinn, kemur með 1347. Jón Vídalín ÁR 1, frá Þorlákshöfn, inn til Reykjavíkur, eftir að togarinn hafði strandað á grynningunum út af Álftanesi © myndir Kristinn Benediktsson, sennilega árið 1978

Með vefpósti:
Jóhann Sævar Kristbergsson.
Þegar ég sá myndirnar af Jóni Vítalín í togi þá er eins og mig mynni að þetta hafi verið í kjölfarið á því þegar vírinn í sleðanum hjá S.N. slitnaði og hann tók niðri eins og sést á myndinni sem þú birtir af honum á síðunni þinni. Það er eins og ég sagði þá hélt hann til R.víkur en tók niðri  við Gróttu.