25.01.2012 00:00

Hrímnir SH / Eleseus BA / Hrönn BA / Bjarni Svein SH / Hafberg Grindavík GK / Tálkni BA

Hér er á ferðinni bátur sem smíðaður var í Stálvík fyrir 40 árum og er ennþá til, að vísu nú sem þjónustubátur fyrir eldi, en var upphaflega smíðaður sem þjónustbátur fyrir kafara og síðan varð hann fiskiskip.. Á þessum árum hefur báturinn einu sinni sokkið, en var náð upp aftur, þá varð ævintýri í sambandi við uppboð á honum, sem m.a. fór þannig að fyrri eigendur fóru með bátinn annað, án þess að mega það. Allt um þetta fyrir neðan myndirnar og meira til.


                                    1252. Hrímnir SH 35 © mynd Emil Páll


                     1252. Hrímnir SH 35 © mynd Snorrason


                  1252. Eleseus BA 328 © mynd úr Flota Tálknafjarðar, Bibby Villers


                                  1252. Eleseus BA 328 © mynd Snorrason


                      1252. Hrönn BA 335 © mynd Snorrason


                    1252. Hrönn BA 335 © mynd Skerpla


                      1252. Bjarni Svein SH 107 © mynd Hilmar Snorrason


             1252. Bjarni Svein SH 107 © mynd Alfons Finnsson


                     1252. Hafberg Grindavík GK 17 © mynd Kristinn Benediktsson


                    1252. Tálkni BA 64 © mynd Jón Halldórsson, holmavik. 123


               1252. Tálkni BA 64, 18. júní 2011 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123


       1252. Tálkni BA 64 © mynd Sigurður kafari Stefánsson, í júní 2011


                       1252. Tálkni BA 64 © mynd Siggi kafari, í júní 2011

Smíðanúmer 21 hjá Stálvík hf., Garðabæ, 1972, sem þjónustubátur fyrir kafara. Síðan breytt í fiskiskip Sökk á Borgarfirði í ágúst 1975, náð upp aftur. Lengdur og hækkaður í Stykkishólmi 1987. Seldur hæstbjóðanda á nauðungaruppboði i júní 1992. Fyrri eigandi kærði uppboðið til Hæstaréttar, en rétturinn staðfesti uppboðið og sýslumaður Barðastrandarsýslu gaf út afsal 24. sept. 1992 til nýrra eigenda, en þá höfðu fyrri eigendur siglt bátnum án leyfis til Njarðvíkur. Úreldingastyrkur samþykktur í nóv. 1994, en hætt við að nota hann. Nú notaður sem þjónustbátur við eldi.

Nöfn: Orion RE 44, Húnavík HU 38, Dagur HF 1, Rúna SH 35, Hrímnir SH 35, Eleseus BA 328, Hrönn SH 335, Hrönn BA 335, Bjarni Svein SH 107, Hafberg Grindavík GK 17 og núverandi nafn: Tálkni BA 64