21.01.2012 22:00

Bliki SU 108 / Vörðufell KE 117 / Bolli KE 46

Þessi bátur var smíðaður á Seyðisfirði og síðan þegar hann var orðinn um 20 ára gamall, keypti íslendingur búsettur í Noregi bátinn og gaf honum nafn eftir tengdamóður sinni. Ætlaði hann að nota bátinn sem skemmtibát ytra.


                       1248. Bliki SU 108 © mynd Snorrason


       1248. Bliki SU 108, í Keflavík © mynd Emil Páll


                           1248. Vörðufell KE 117, í Sandgerði © mynd Emil Páll


                              1248. Bolli KE 46, í Keflavík © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 20 hjá  Skippasmíðastöð Austfjarða hf., Seyðisfirði, 1972. Úreldur 24. nóv. 1992. Seldur til Noegs í júlí 1993. Kaupandi í Noregi var Lárus Ingi Lárusson, sem var ættaður úr Njarðvik og hafði búið ytra í 10 ár. Gaf hann bátnum nafnið Oddbjörg, eftir tengdamóður sinni og sigldi bátnum út. Fór hann frá Njarðvík að kvöldi 30. júlí 1993 og kom til heimahafnar í Noregi 8. ágúst. Í Noregi ætlaði hann að nota bátinn sem skemmtibát og var með skipaskrárnúmerið L9567.

Nöfn: Kristín NK 17, Bliki SU 108, Vörðufell HF 1, Vörðufell KE 117, Bolli KE 46 og Oddbjörg. Ókunnugt um frekari sögu.