16.01.2012 10:00

Fyrsta vikan búin í Arnarfjarðarrækjunni

Jæja fyrsta vikan búin og veiðar gengu þokkalega. Reyndar var ekki farið á þriðjudaginn vegna veðurs. Ætli við höfum ekki fengið ca 12 tonn í þessum ferðum. Alveg ásættanleg veiði hefði nú samt mátt vera meiri reyndar er ekki mikil dagsbirta í byrjun janúar og er því veiðitími stuttur því rækjan er ekki veiðanleg í myrkrinu eða svo segja reyndir rækjuveiðimenn hérna firðinum.

   Séð inn á Dynjandavog á miðvikudaginn síðastliðinn en þarna var mjög gott veður. og Arnarfjörður skartaði sýnu fegursta.


Ýmir á toginu á miðvikudaginn nýbúinn að láta það fara.
Hásetinn á Andra BA-101 tilbúinn slaginn eftir að búið var hífa

   Rækja í móttökunni og hásetinn að hreinsa niður í lest. Þetta var nú kallað rauða gullið hérna á Bíldudal áður fyrr á varla við í dag. Nú hefur kalkið tekið við. Þó svo rækjan sé ekki lengur sá burðarás í atvinnulífi Bílddælinga eins og áður er hún samt alltaf jafn bragðgóð

Ýmir að láta byrja að láta trollið fara í blíðunni á fimmtudagsmorgun ekki alveg orðið bjart þarna en kl er rúmlega níu að morgni
Mæta Brynjar BA á föstudag, rigningunni, þetta er fyrir innan Skeleyri, en við vorum að draga í kantinum fram að Urðarhlíðinni í gær frá Skeleyri inn á Dynjandisvog, var ágæt kropp

                      © myndir og texti: Jón Páll Jakobsson