Unnið við bátinn í Kópavogshöfn í nótt. Búið er að koma báti, sem sökk í smábátahöfninni í Kópavogi í nótt, á land. Hjálparsveit skáta í Kópavogi var kölluð út í nótt og lauk aðgerðum nú skömmu fyrir hádegi. Fram kemur á vef hjálparsveitarinnar, að lögregla og slökkvilið hafi verið aðstoðuð auk þess sem Köfunarþjónustan kom á svæðið með öflugar dælur, kafara og belgi sem notaðir voru til að lyfta bátnum upp úr sjónum. Þegar búið var að koma bátnum á flot dró slöngubátur sveitarinnar hann að sjósetningarrampi þar sem báturinn var settur upp á kerru og dreginn á land. "/>

15.01.2012 20:40

Búið að koma bátnum sem sökk í Kópavogi, á land

mbl.is

Unnið við bátinn í Kópavogshöfn í nótt. stækka Unnið við bátinn í Kópavogshöfn í nótt.

Búið er að koma báti, sem sökk í smábátahöfninni í Kópavogi í nótt, á land. Hjálparsveit skáta í Kópavogi var kölluð út í nótt og lauk aðgerðum nú skömmu fyrir hádegi.

Fram kemur á vef hjálparsveitarinnar, að lögregla og slökkvilið hafi verið aðstoðuð auk þess sem Köfunarþjónustan kom á svæðið með öflugar dælur, kafara og belgi sem notaðir voru til að lyfta bátnum upp úr sjónum.

Þegar búið var að koma bátnum á flot dró slöngubátur sveitarinnar hann að sjósetningarrampi þar sem báturinn var settur upp á kerru og dreginn á land.