01.01.2012 16:40

Gaui Óla veitti Sigurvon rausnarlegan peningastyrk

Lífið í Sandgerði - 245.is


Sandgerðingurinn Guðjón Ólafsson oft kallaður Gaui Óla og kenndur við Sjávarmál ehf. veitti björgunarsveitinni Sigurvon rausnarlegan peningastyrk nú á dögunum.

"Það er alltaf gaman að taka við styrkjum sem þessum og um leið vita til þess að svona fólk er til í okkar samfélagi sem lætur gott af sér leiða.  Þessi styrkur kemur sér mjög vel í reksturinn hjá okkur en við höfum átt nokkuð erfitt ár að baki hvað varðar fjarmál og því kemur þetta sér einstaklega vel. Við viljum þakka honum kærlega fyrir okkur og hvetja aðra sem geta á einhvern hátt styrkt starf Sigurvonar að gera slíkt hið sama", sagði Guðlaugur Ottesen formaður Sigurvonar í samtali við 245.is

Mynd: Smári/245.is | lifid@245.is