07.04.2011 17:06

Hrafn Sveinbjarnarson og Hólmsbergsviti


     1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 og Hólmsbergsviti © mynd Emil Páll, 7. apríl 2011

Togarinn er trúlega í vari sökum veðurs og þó það sjáist ekki þá er Helga RE aðeins lengra frá landi og hafa gárungarnir haft að orði að sjálfsagt væri Helga að forðast Hólmsbergið og Helguvíkina svo hún strandaði ekki, eða fengi eitthvað upp úr botninum eins og útgerðarmaðurinn sagði á dögunum, varðandi óhappið inni í Helguvík á dögunum, en eins miklar líkur eru þó, á því þarna eins og inni í Helguvíkinni. En þetta er svona smá grín, enda hefur sjaldan verið hlegið meira af einni frásögn en orðum umrædds útgerðarmanns á sínum tíma.