10.01.2011 18:00

Legið mánuðum saman með netin um borð

Tveir af stærri dagróðrabátunum Erling KE og Stafnes KE hafa nú legið mánuðum saman bundnir við bryggju með netin um borð. Eins og nýlega var sagt frá hér á síðunni er sá fyrrnefndi senn að hefja róðra í stað Ósk KE sem verður lagt. Um Stafnesið er lítið vitað, nema hvað sá bátur lá í þó nokkurn tíma í Þorlákshöfn, áður en hann kom til Njarðvíkur þar sem bátarnir eru báðir núna.


       233. Erling KE 140 og 964. Stafnes KE 130, í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 10. jan. 2011