28.11.2010 10:01

Gamall bátur og norðurljósin

Guðmundur Falk sendi mér eftirfarandi:

Sæll Emil ég fór í labbitúr í Fjöruna í Leiruni í myrkrinu og norðaustan kaldanum brrrrrrrrr
Fín mótív þarna og ekki amalegt að fá sér hressingagöngu undir Blikandi Norðljósa hafi eins og segir held ég í einhverju kvæðinu :)
Þarna liggur á Kambinum gamall bátur sem ég man að var í útgerð þaðan þeas úr vörini neðan Stóra Hólms veit ekkert hvaða nafn hann ber eða hvort hann hafi haft skráninganúmer

En allavega læt fylgja mynd frá þessu fallega kvöldi

kær kveðja
Guðmundur Falk


    Gamall bátur í Leiru og Norðurljósin © mynd Guðmundur Falk, 28. nóv. 2010