08.11.2010 07:03

Sjö mynda syrpa frá Þerney RE

Þeir á Þerney RE hafa heimilað mér að nota myndir sem þeir hafa tekið um borð  og af öðrum skipum og birti ég nú fyrstu sjö myndinrar, en myndatökumaður er Hjalti Gunnarsson, 1. vélstjóri. Myndir þessar eru teknar í 9. veiðiferð þessa árs, en henni lýkur eftir eina viku. Sendi ég þeim bestu þakkir fyrir þetta


           Þær innihéldu nokkra lítrana gusurnar sem gengi inn á trolldekkið, þegar híft var í gær 7. nóv.


                     Það var ekki lengi að hreinsa sig dekkið eftir ölduskvettuna


          Heiðar Olgeirsson 2. stýrimaður og Ægir Fransson skipstjóri við stjórnvölinn


         Ægir skipstjóri rýnir í plotterinn og leggur á ráðin hvar sé best að kasta


                                        Pokinn gerður klár til köstunar


                                       Trollið rennur í hafið


                                                 Trollið komið í hafið

                © myndir Hjalti Gunnarsson, 1. vélstjóri á 2203. Þerney RE 101