03.11.2010 14:21

Surprise HF 8 að taka ís

Ég sá það í kommenti á einni síðunni, að menn voru að taka aftur upp gamla drauginn um að Surprise væri með ónýta vél og framundan því bara potturinn. Var þetta í sömu veru og kom fram hér á síðunni, en var síðan borið strax til baka, hér á síðunni.

Ljóst er á þessum myndum að hér er um kjaftasögu að ræða, því í morgun var verið að setja ís um borð í bátinn í Hafnarfjarðarhöfn.
    Ís hífður um borð í 137. Surprise HF 8, í Hafnarfjarðarhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 3. nóv. 2010