14.09.2010 12:20

Á réttu augnabliki

Þessa mynd birti ég í morgun vegna komu Sóleyjar Sigurjóns GK til Helguvíkur. Ekki vissi ég þá að myndin sýndi þó nokkuð meira en mér óraði fyrir.

Á myndinni sjáum við einnig Breka sem notaður var í kvikmyndatökurnar sem nú er lokið á staðnum og er hann tengdur rafmagnsdælu sem sér um að halda honum þurrum. En fyrir árvökul augu hafnarvarðar sem kom á hvíta pallbílnum sem sést ofan við Breka, var því bjargað að báturinn myndi ekki sökkva þarna, því rafmagnssnúran í dæluna hafði farið úr sambandi sennilega vegna þess að hún var ekki nógu löng, núna þegar svona mikill munur er milli flóðs og fjöru. Hafði hafnarvörðurinn tekið eftir því að báturinn var farinn að síga töluvert að aftan, eins og sést raunar einnig á myndinni og tengdi rafsnúruna saman að nýju og þar með hófst dælingin og báturinn bjargaðist.


    733. Breki, orðinn síginn að aftan og bíll hafnarvarðarins er þessi hvíti sem sést framan og ofan við Breka.  ©  mynd Emil Páll, 14. sept. 2010