05.09.2010 10:08

Breki flýtur á ný - en verður honum sökkt aftur í dag?

Þeir sem stjórnar kvikmyndatökunni í Helguvík, voru fljótir að ná Breka upp að nýju og tókst það i fyrrakvöld. Raunar þurfti flutningaskip sem var að koma með sement að bíða í nokkrar klukkustundir meðan verið var að ná bátnum upp, því annars kæmist skipið ekki að bryggjunni til að losa.
Í morgun fór skipið á ný og í dag munu kvikmyndagerðamenn halda áfram tökum og m.a. velta bátnum og hugsanlega sökkva honum, þó það sé samt ekki víst. Ástæðan fyrir því hvað þeir voru fljótir að ná honum upp var að settir voru sérstakir tankar í hann, áður en tökur í Helguvík hófust.


    848. Breki eða 733. Breki í Helguvík á níunda tímanum í morgun © mynd Emil Páll, 5. sept. 2010