31.08.2010 16:14

Bæjarútgerðarskipið Jóhanna Margrét komin á endastöð

Í hádeginu í dag dró hafnsögubáturinn Auðunn, bæjarútgerðarskip Reykjanesbæjar, Jóhönnu Margréti síðustu sjóferðina, er hún fór í slippinn í Njarðvik þar sem hún verður tætt niður fljótlega. Eftir að Reykjaneshöfn eignaðist bátinn hefur hann gengið undir nafninu að vera bæjarútgerð.
   163. Jóhanna Margrét SI 11, eða bæjarútgerð Reykjanesbæjar eins og gárungarnir kalla skipið í dag, kominn upp í Njarðvíkurslipp og þar með á endastöð. Sem kunnugt er þá mun Hringrás tæta skipið niður fljótlega  © myndir Emil Páll, 31. ágúst 2010