06.08.2010 00:00

Kyrrsett skip ennþá á Seyðisfirði

Fyrir mörgum mánuðum var erlent skip sem kom óvænt til Seyðisfjarðar kyrrsett þar, vegna ástands skipsins og eins af því að ekki lá fyrir hversvegna skipið kom. Enn í dag mun skipið vera á Seyðisfirði, a.m.k. samkvæmt þessum myndum sem Hilmar Bragason tók af því á dögunum.


       Skipið ber engin einkenni, en þó má sjá ef efsta myndin er skoðuð vel að skipið hefur einhvern tíman borið númerið NC 302 © myndir Hilmar Bragason, sumarið 2010