22.11.2009 12:13

Eyrún GK 157 / Maggi Ölvers GK 33


                           1315. Eyrún GK 157 © mynd Emil Páll 1982 eða '83


               1315. Maggi Ölvers GK 33, í Sandgerði © mynd Emil Páll í maí 2008


    1315. Svona lítur báturinn út í dag, í Njarðvíkurslipp, en hvað nafn verður sett á hann er ekki vitað, en hann hefur verið á söluskrá um tíma. Ljóst er þó að búið er að taka vel á útliti bátsins © mynd Emil Páll 21. nóv. 2009

Smíðanr. 44 hjá Slippstöðinni hf. Akureyri 1975. Endurbættur og breytingar hjá Vélsmiðju Sandgerðis við bryggju frá nóv. 2007 til jan 2008.

Báturinn strandaði að morgni 16. febrúar 1989, vestan við dráttarbrautina í Keflavík. Báturinn hafði verið sjósettur skömmu áður, en vélin stöðvaðist þegar hann var að bakka frá bryggjunni og rak hann upp fyrir neðan fiskverkunarhús Keflavíkur hf. Dró Goðinn bátinn út með aðstoð vélskóflu og jarðýtu. Skemmdir urðu litlar.

Nöfn: Eyrún EA 157, Eyrún SH 57, Eyrún GK 157, Eyrún ÁR 66, Eyrún ÁR 26 og Maggi Ölvers GK 33.