12.11.2009 22:35

Seinheppnin eltir suma

Grétar Mar Jónsson útgerðarmaður og eigandi Sölku GK 79, telst heldur betur seinheppinn þessa dagana. Því þar sem tók nýverið leigutilboði í bát sinn frá öðrum útgerðarmanni, sem hafði verið sviptur veiðileyfi á bát sínum í 6 vikur, varð hann fyrir því í dag að Fiskistofa hafði afskipti af bát Grétars þar sem hann var gerður út af leigutakanum. Ástæðan var sú að hann landaði í dag 200 kg. af fiski umfram kvóta í Sandgerði. Samkvæmt viðtali við DV í kvöld óttast Grétar nú að sinn bátur verði einnig sviptur veiðileyfi, þó um fyrsta brot sé að ræða. Einnig sér Grétar fram á fjárhagslegt tjón, en leigutíminn var til 13. desember nk og hafði Grétar tekið lof af leigutaka að hann myndi passa upp á að slíkt gerist ekki, að því er fram kemur í DV.