Færslur: 2015 Janúar
01.01.2015 20:00
Þjótur NK 21, Elín HF 128 og Oddur V. Gíslason ( 1978)
Hér kemur myndasyrpa sem sýnir þá Þjót NK 21 og Odd V. Gíslason (1978) koma með Elínu HF 158 í drætti til Sandgerðis, en að auki sjást margir aðrir bátar.
![]() |
||||||||||||||||||
|
|
01.01.2015 19:00
Rússneskt saltskip, í Helguvík
Ekki er ég það sleipur í rússneskunni að ég geti endursagt nafn skipsins og leyfi ykkur því lesendur góðir að kanna hvort þið náið því betur. Sýnist að þarna sé skipið að losa salt.
![]() |
||||||||
|
|
01.01.2015 18:00
Að taka ís, í Njarðvík
Ekki er ég öruggur varðandi það hvaða bátur þetta sé, en giska þó helst á að þetta sé 971. sem síðast hét Fram ÍS 25 og fór í pottinn á nýliðnu ári. Trúlega er hann þarna undir nafninu Aðalvík KE 95.
![]() |
||||||||
|
|
01.01.2015 17:00
Leynir GK 8, að koma inn til Sandgerðis
![]() |
||||
|
|
1237. Leynir GK 8, að koma inn til Sandgerðis © myndir Emil Páll
01.01.2015 16:00
Oddeyrin EA 210, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur
![]() |
1046. Oddeyrin EA 210, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Emil Páll
01.01.2015 15:00
Siggi Bjarna GK 5, (102) að koma inn til Sandgerðis
![]() |
||
|
|
01.01.2015 14:00
Ásbjörn (Svíþjóð) ex Búrfell KE
Eins og margir muna bjó Bergþór heitinn Hávarðsson um borð í Búrfelli KE, í Njarðvíkurhöfn, meðan hann var að berjast við kerfið, en áform hans voru að breyta bátnum í þjónustumiðstöð fyrir skútur erlendis og stefni niður eftir öllu Atlandshafi. Eitt sinn þegar honum gekk illa varðandi íslenska kerfið ákvað hann að fá frænda sinn í Svíþjóð, til að skrá bátinn þar í land undir nafninu Ásbjörn. Aldrei fór hann þó úr landi og eins og menn kannski muna sigldi Bergþór honum frá Njarðvík og inn á stór-höfuðborgarsvæðið, síðan flakkaði báturinn milli Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Akraness en var að lokum rifinn.
Hér sýni ég myndir sem ég tók af bátnum í Njarðvikurhöfn undir Ásbjarnarnafninu. Ekki man ég ártalið sem þetta stóð yfir, né heldur áratugurinn.
![]() |
||
|
|
01.01.2015 13:00
Myndir frá 10. áratug síðustu aldar, sem ég hef aldrei birt áður
Eftir um klukkustund mun ég hefja birtingu á myndum sem ég tók á 10. áratug síðustu aldar. Sýnist þær vera teknar 1996, eða þar í kring, getur því verið rétt fyrir eða rétt eftir. Hvað um það þetta eru myndir í misstórum syrpum og eiga það sameiginlegt að ég hef aldrei birt þær hér áður




























