Færslur: 2015 Janúar

30.01.2015 07:00

Styrmir ÍS 207, Þuríður Halldórsdóttir GK 94 o.fl. í Skipasmíðastöð Njarðvíkur

 

          51. Styrmir ÍS 207, 1642. Þuríður Halldórsdóttir GK 94 o.fl. í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd  Ólafur Guðmundsson, 1. nóv. 1997

30.01.2015 06:00

Styrmir


 

 

        51. Styrmir, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur

               © myndir  Ólafur Guðmundsson

29.01.2015 21:00

Akureyri, í dag: Sigurður VE 15, Eyborg ST 59, Ægir og Horst B.

Hér koma nokkrar myndir sem Sigurbrandur Jakobsson, tók fyrir mig í dag, í Akureyrarhöfn.


                                              2883. Sigurður VE 15


                                    2190. Eyborg ST 59 og 1066. Ægir


                                                       Horst B.

   Í Akureyrarhöfn í dag © myndir Sigurbrandur Jakobsson, 29. jan. 2015

29.01.2015 20:21

Tjaldanes GK 525, bakkaði á bryggju í Grindavík

Fyrir stuttu síðan varð það óhapp hjá Tjaldanesi GK 525 að skipið bakkaði á bryggju í Grindavík og skemmdist nokkuð, eins og sjá má á myndunum sem hér koma á eftir. Talið er að bilun hafi valdið þessu.


 


         239. Tjaldanes GK 525, í Njarðvíkurhöfn, í dag © myndir Emil Páll, 29. jan. 2015

29.01.2015 20:02

Ingunn AK 150, í dag

 

            2388. Ingunn AK 150, í dag - mynd Faxagengið, faxire9.123.is, Viðar Sigurðsson  29. jan. 2015

29.01.2015 19:20

Rogne M-70-HÖ, á Fáskrúðsfirði

 

           Rogne M-70-HÖ, á Fáskrúðsfirði © mynd hoffellsu80 í jan. 2015

29.01.2015 18:19

PERNILLE-KIM R 500, í Lerwick

 

          PERNILLE-KIM R 500, í Lerwick © mynd shipspotting Sydney Sinclair, 9. jan. 2015

29.01.2015 17:18

Olga Ruby L 273, í Hollandi

 

         Olga Ruby L 273, í Hollandi © mynd shipspotting hylke, 9. jan. 2015

29.01.2015 16:17

Norderveg H-182-AV, á Fáskrúðsfirði


 

 

          Norderveg H-182-AV, á Fáskrúðsfirði © myndir hoffellsu80.123.is í jan. 2015

29.01.2015 15:16

Havglans, á Fáskrúðsfirði


 

 

             Havglans, á Fáskrúðsfirði © myndir hoffellsu80, í jan. 2015

29.01.2015 14:15

Hamarøy, í höfn í Lødingen, í gær

 

         Hamarøy, í höfn í Lødingen, í gær © mynd Svafar Gestsson, 28. jan. 2015

29.01.2015 13:14

Fiskebas SF-230-F, á Fáskrúðsfirði

 

 

 

        Fiskebas SF-230-F, á Fáskrúðsfirði © myndir Hoffellsu80, í jan. 2015

29.01.2015 12:13

Jón Gunnlaugs og myndin

Eins og margir muna voru gerðir út frá Sandgerði tveir bátar sem fengu nafnið Jón Gunnlaugs GK 444. Sá fyrri var eikarbátur smíðaður í Þýskalandi 1959 og hinn síðari var stálbátur smíðaður í Stálsmiðjunni Reykjavík 1972.

Fyrri báturinn er ennþá til, eða svo má segja, liggur í Grindavíkurhöfn undir nafninu Dúa RE 400, en hinn síðari sem bar alltaf sama nafnið en var skráður einnig ÁR 444 og ST 444 og fór í pottinn til Belgíu nú í haust.

Í borðsal bátsins a.m.k. þess síðari voru eins og oftast er í bátum myndir sem tengjast viðkomandi báti og þar kemur að ástæðu fyrir birtingu á þessari færslu.  En í áhöfninni sem sigldi bátnum sína hinstu för var Anton Hjaltason og þegar báturinn var kominn út, gat hann ekki hugsað sér að mynd af litlum strák sem báðir bátarnir voru skírðir eftir Jón Gunnlaugs, færi í ruslið í Belgíu og tók því myndina og kom henni aftur hingað til lands. Lítið er vitað um strákinn, nema fæðingadag hans og dánardag, en hann dó mjög fljótt eins og fram kemur á platta sem var á myndinni og ég birti mynd af hér fyrir neðan.

Hefur hann hlerað að faðir litla stráksins hefði verið forystumaður fyrir smíðum á fyrri bátnum og jafnvel átt hlut í honum í upphafi.

Nú hefur Anton óskað eftir því að ég kæmi þessu á framfæri, með það í huga að ef einhver er tengdist þessu og hefði áhuga á að eignast myndina, þá gæti hann hring í hann í síma 848 6577. Ef enginn hefur samband við hann mun hann gefa myndina á safn.

 

 

 

         Jón Gunnlaugs  F. 18. júní 1931. d. 28. apríl 1934 © myndir af frummyndinni Emil Páll, 27. jan. 2015

29.01.2015 11:12

Börkur NK 122, á loðnuveiðum


 


 


 

 

        2865. Börkur NK 122, á loðnumiðunum © myndir Faxi RE, 27. jan. 2015

29.01.2015 10:11

Siggi Bjarna GK 5, í gær með opið stefni, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur


 

 

            2454. Siggi Bjarna GK 5, með opið stefni í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær - myndir Emil Páll, 28. jan. 2015 - Ástæðan fyrir því að stefnið er opið er að eins og var með Benna Sæm eru bátarnir lengdir um miðju um 3 metra, sem skapar meira pláss á dekki og í lest, en þar með eru bátarnir komnir yfir 24 metra lengd, sem skapar vandkvæði eins og þau að þeir mega ekki vera á dragnót á vissum svæðum o.fl. Af þeirri ástæðu er tekið framan af stefni bátanna svo þeir haldi sér innan við 24 metra á lengd.