Færslur: 2015 Janúar
10.01.2015 21:00
Skipt um stýrishús á Erni KE 13, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur
Hér kemur syrpa frá Gísla Aðalsteini Jónassyni, sem sýnir þegar skipt var um stýrishús á Erni KE 13, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, árið 1986
![]() |
||||||||||||
|
|
10.01.2015 20:21
Steinunn SH 167 - alltaf vel við haldið
Þessi bátur hefur í fjölda ára komið í slipp að vori og farið aftur undir lok kvótatímabilsins og tíminn verið notaður til að halda honum við og oftast bæta eitthvað meira við.
![]() |
||||||
|
|
10.01.2015 20:02
Baldur GK 97, Reynir GK 47 og Vinur ÍS 8
![]() |
311. Baldur GK 97, 733. Reynir GK 47 og 1052. Vinur ÍS 8 , í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Ólafur Guðmundsson, 15. sept. 1997
10.01.2015 19:20
Gullfaxi GK 14
![]() |
297. Gullfaxi GK 14, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Ólafur Guðmundsson, í des. 2000
10.01.2015 18:19
Þorsteinn Gíslason GK 2 - í dag Jökull SK 16
![]() |
||
|
|
10.01.2015 17:50
Ævintýraferð þriggja báta, frá Skagaströnd til Suðurnesja
Rétt fyrir síðustu helgi var ákveðið að flytja bátinn Von GK 133, landleiðina frá Skagaströnd til Akraness og þaðan myndi hann sigla til Njarðvíkur. Ástæðan var sú að báturinn varð fyrir tjóni og vildi tryggingafélagið að í Njarðvík færi báturinn í Gullvagn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur sem flytja myndi bátinn yfir í Sandgerði, en þar á Sólplast að gera við hann.
Þegar ákveðið var að fara þessa ferð kom Bergur Vigfús GK 43 með, en ákveðið var að fara frekar landleiðis og en sjóleiðis suður með landinu. Frá Akranesi stóð síðan til að hann myndi sigla til Sandgerðis, er hann var að færa sig suður.
Þá bættist þriðji báturinn, Addi afi GK 97, í hópinn en ferð hans átti að vera á sömu nótum og hjá Bergi Vigfús.
Voru bátarnir þrír því settir á flutningavagn, eða vagna og haldið á stað til Akraness í upphafi vikunnar, en þegar komið var þangað var veður orðið svo vont að ekki var viðlit að hífa bátanna af vagninum, eða vögnunum og í sjó í Akraneshöfn. Varð nú töf þar til í gær að bátarnir voru loksins hífðir og í dag fóru þeir á áfangastað.
Hvort það hafi verið ástæðan fyrir því að þeir tveir sem ætluðu að fara til Sandgerðis, hættu við, hafi verið að öll innsiglingamerki slitnuðu upp í brimi þar og nú fyrst í dag er verið að koma fyrir bráðabirgðainnsiglingaljósi þar, veit ég ekki.
Fóru leikar því þannig að Bergur Vigfús kom í Keflavíkurhöfn, Addi afi í Grófina, Keflavík og Von í Njarðvíkurhöfn og tók ég myndir af þeim á viðkomandi stöðum nú síðdegis.
![]() |
||||
|
|
10.01.2015 17:18
Ágúst Guðmundsson GK 95
![]() |
262. Ágúst Guðmundsson GK 95, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Ólafur Guðmundsson, í nóv. 1999
10.01.2015 16:37
Fimm myndir frá Akureyri
![]() |
||||||||
|
|
10.01.2015 16:17
Beggi á Toftum SF 222 - í dag Jökull ÞH 259
![]() |
259. Beggi á Toftum SF 222 - í dag Jökull ÞH 259, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Ólafur Guðmundsson, í maí 2000
10.01.2015 15:16
Hafnarröst ÁR 250
![]() |
249. Hafnarröst ÁR 250, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Ólafur Guðmundsson, í apríl 2001
![]() |
249. Hafnarröst ÁR 250, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Ólafur Guðmundsson, í okt. 2004
10.01.2015 14:15
Hafnarröst ÁR 250, Sigurbjörg Þorsteins BA 65, Jón á Hofi ÁR 62 og Gerður ÞH 110
![]() |
249. Hafnarröst ÁR 250, 1100. Sigurbjörg Þorsteins BA 65, 1562. Jón á Hofi ÁR 62 og 1125. Gerður ÞH 110, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Ólafur Guðmundsson, í ágúst 2003
10.01.2015 13:14
Hrungnir GK 50 - í dag Fjölnir GK 657
![]() |
237. Hrungnir GK 50 - í dag Fjölnir GK 657 © mynd Ólafur Guðmundsson, 19. nóv. 1990
10.01.2015 12:37
Astrid S. sérútbúið þjónustuskip fyrir laxeldi, á leið til Arnarlax
Í vikunni kom til Reykjavíkur norska skipið Astrid S, sem Arnarlax hefur fengið sem þjónustuskip fyrir laxeldi sitt. Eins og áður hefur komið fram stóð til að þeir myndu kaupa Sægrím GK og breyta í þjónustuskip og fór Sægrímur því til Stykkishólms þar sem gera átti á honum breytinga, ekkert varð þó úr því máli og er báturinn kominn aftur til fyrri eiganda.
Fyrirtækið hefur hinsvegar haft á leigu Vonina KE 10, meðan beðið var eftir sérbúnu þjónustu skipi og nú er það komið og um tvíbytnu er að ræða. Á myndinni sem ég birti sést skipið einmitt vera að vinna í svipuðu umhverfi og það fer í nú fyrir vestan.
![]() |
Astrid S © mynd MarineTraffic, Joakim Hansen, 25. júní 2013 |
10.01.2015 12:13
Óli á Stað GK 4 - í dag Erling KE 140,
![]() |
||
|
|
10.01.2015 11:12
Óli á Stað GK 4, Þorkell Árnason GK 21 o.fl.
![]() |
233. Óli á Stað GK 4, 1231. Þorkell Árnason GK 21 o.fl. í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Ólafur Guðmundsson, í sept. 2001

































