Færslur: 2014 Júní
28.06.2014 08:00
Sædís ÍS 67 á Ísafirði, í gær

825. Sædís ÍS 67 á Ísafirði, í gær © mynd Gunnlaugur Hólm Torfason, 27. júní 2014
28.06.2014 07:40
Þráinn framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur
Skipasmíðastöð Njarðvíkur.
Þráinn Jónsson.
Þráinn Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Hann er 45 ára gamall, kvæntur og þriggja barna faðir. Hann var verkstæðisformaður hjá Þormóði Ramma í Þorlákshöfn og fyrirrennurum þess í 25 ár. Þar sá hann um viðhald og viðgerðir á skipum félagsins. Hann hefur síðustu misseri unnið hjá Bæti í Reykjavík sem sérhæfir sig í viðgerðum skipavéla.
Stefán Sigurðsson, fráfarandi framkvæmdastjóri, hefur nú selt umtalsverðan hluta af hlutafé sínu til félaganna Gránu ehf og Royal Iceland hf. Stefán tekur nú sæti í stjórn og sér um fjármál og bókhald. Jón Pálsson skipatæknifræðingur mun láta af störfum um næstu áramót en vera áfram í sérverkefnum hjá félaginu. Í stjórn félagsins sitja nú Lúðvík Börkur Jónsson, Stefán Sigurðsson og Steinþór Ólafsson.
- AF vf.is -
28.06.2014 07:00
Fengsæll ÍS 83, í Súðavík


824. Fengsæll ÍS 83, Súðavík, í gær © myndir Gunnlaugur Hólm Torfason, 27. júní 2014
28.06.2014 06:00
María Júlía BA 36, á Ísafirði í gær


151. María Júlía BA 36, á Ísafirði, í gær © myndir Gunnlaugur Hólm Torfason, 27. júní 2014
AF FACEBOOK:
Guðni Ölversson Gamla "herskipið" stendur aktaf fyrir sínu.
27.06.2014 20:35
Ísafjörður úr lofti í dag




Ísafjörður úr lofti, í dag © myndir Gunnlaugur Hólm Torfason, 27. júní 2014
27.06.2014 20:15
Anna María ÁR 109 afgreidd frá Sólplasti í dag

2298. Anna María ÁR 109 við Sólplast í hádeginu í dag

Margeir hjá Jóni & Margeiri lagður af stað með bátinn í eftirdragi


Ekið eftir Strandgötunni, í Sandgerði

Komið niður að Sandgerðishöfn

Hér er allt tilbúið til að hífa bátinn í sjóinn



Slakað niður með bryggjunni


Báturinn kominn í sjóinn, og laus við festingar frá bílnum
© myndir Emil Páll, í dag, 27. júní 2014
27.06.2014 20:05
Þrír bátar Nesfisks, nánast samtímis hjá Sólplasti - komu allir með Gullvagninum
Eins og lesendur síðunnar hafa örugglega tekið eftir hafa þrír af fjórum plastbátum Nesfisks, verið nánast samtímis hjá Sólplasti í Sandgerði, þar sem sett hafa verið í þá astik fyrir makrílveiðarnar og tækifærið notað til sitthvað annars, í viðkomandi bátum.
Fyrstur kom Bergur Vigfús GK 43, þann 12. júní sl. og var hann raunar tilbúinn til sjósetningar að nýju í síðustu viku, en vegna vandkvæða með að fá Gullvagninn þá dróst það þangað til í fyrradag, en þann sama dag kom einmitt Gottieb GK 39 og í gær bættist Dóri GK 42 við.
Vegna stærðar á bátunum er ekki hægt að hífa þá upp á vagn og draga að Sólplasti og því er hverjum fyrir sig siglt frá Sandgerði til Njarðvíkur, þar sem Gullvagninn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur flytur bátinn á land og eftir að hann hefur verið þrifinn, er honum ekið í lögreglufylgd nánast með sjávarsíðunni í gegn um Keflavík, þar til komið er út í Gróf þá er farið í átt að Helguvík og síðan yfir á Garðveginn og Sandgerðisveginn og þaðan er bein leið til Sandgerðis. Þessi leið er nýleg í þessum flutningum en mikið betri en sú sem áður var notuð, sem var að fara upp Grænásbrekkuna í Njarðvík og síðan eftir Reykjanesbrautinni út á Sandgerðisveg. Sú leið er mikið umferðarþyngri en sú leið sem nú er farinn sem ekki var góð fyrir svona stóra báta. - Þegar báturinn er sjósettur að nýju er ekki farin sama leið til baka heldur beint niður að Sandgerðishöfn og þaðan fer báturinn á flot.
Talandi um bátanna þrjá þá eru þeir mislangir, lengstur er Dóri, en sá er líka nýjastur í flota Nesfisks. Raunar fór hann þessa sömu leið fyrir ári síðan er hann hét Keilir II AK 4 og hjá Sólplasti var þá byggt yfir hann og fór hann úr húsi sem Óli G. HF 22 og í vetur keypti Nesfiskur bátinn og fékk hann þá nafnið Dóri.
Flestir eru sammála um að Bergur Vigfús sé gangbestur og í alla staði skemmtilegastur og fallegastur af þeim öllum. Dóri er þó langstærstur þeirra þriggja, bæði lengstur og eins breiðastur.
Það furðulegasta við þessa flutninga er að það voru skipstjóri og stýrimaður Bergs Vigfúss sem sáu um að koma öllum bátunum í Gullvagninn og fylgjast með breytingunum á þeim. Já öllum bátunum þremur. Skipstjórinn er Jónas Árnason og stýrimaðurinn er Sigurður Ármannsson. Sem dæmi þá þurfu þeir að hafa hraðann á þegar búið var að sjósetja Berg Vigfús, í Sandgerði og koma honum að bryggju, sigldu þeir Dóra frá Sandgerði og yfir til Keflavíkur og morguninn eftir til Njarðvíkur.
Svona í endirinn ætla ég að flytja smá pílu á lögregluna sem sáu um lögreglufyldina. Þegar Bergur Vigfús var fluttur frá Njarðvík og úteftir var séð til þess að umferð á móti kæmi aldrei inn á akstursleið Gullvagnsins. Þegar Gottieb var fluttur þá ók lögreglubíllinn svo nálægt dráttarvélinni sem dregur Gullvagninn að halda mætti að liltu munaði að keyrt yrði aftan á lögguna. Sá sem sá um það getði ekkert í því að stöðva umferð sem kom á móti, sem var auðvitað stór hættulegt þar sem verið var að flytja breiðan bát. Þegar Dóri var fluttur stýrði hann umferðinni á sama báta og þegar Bergur Vigfús var fluttur, enda var á bátur að mig minni 4.20 á breidd og því dugði ekki önnur akgreinin. - Eins og sést hefur á myndum þeim sem ég hef birt af öllum þremur flutningunum er það sem ég skrifa um lögreglufylgdina, eins og ég sá það, því öllum flutningunum fylgdi ég eftir.
Hér fyrir neðan koma myndir af þeim fimm mönnum sem mest komu við flutninga og lagfræðingu á bátunum, svo og aðrar myndir sem fylgja þessu.

Þeir sem sigldu bátunum í Gullvagninn og fylgdust með því sem gert var við þá, f.v. Sigurður Ármansson stýrimaður og Jónas Árnason skipstjóri

Slippararnir sem sáu um Gullvagninn f.v. Steini og Gúsi, en sá síðarnefndi sá einnig um þrif á bátunum. Aftan við Steina sést í Hörð Óskarsson sem kom þarna við þegar ég tók myndina

Kristján Nielsen, hjá Sólplasti sem sá auðvitað um plastvinnuna

F.v. 2604. Dóri GK 42 og 2622. Gottieb GK 39, við Sólplast í Sandgerði í gær

Þessa mynd tók ég í gær, eftir að Bergur Vigfús, sem var á myndinni sem ég birti í gærmorgun, var farinn og Dóri kominn í staðinn. F.v. 2604. Dóri GK 42, Gottieb GK 39, 2298. Anna María ÁR 109 (sem fór í dag eins og sést á næstu færslu, en í hann var líka sett astik og sitthvað annað lagað) og 6298. Siglunes SH 22
© Myndir og texti: Emil Páll, 26. og 27. júní 2014
27.06.2014 19:06
Bíldsey SH 65 og Siglunes SI 70, á Siglufirði

2704. Bíldsey SH 65 og 1146. Siglunes SI 70, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 24. júní 2014
27.06.2014 18:34
Eyborg ST 59, á Siglufirði

2190. Eyborg ST 59, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 25. júní 2014
27.06.2014 18:00
Gosi KE 102 og Stakkavík GK 85, innan húss hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur

1914. Gosi KE 102 og 1637. Stakkavík GK 85, í Bátaskýlinu hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær © mynd Emil Páll, 26. júní 2014
27.06.2014 17:18
Oddverji ÓF 76 ex Bára SH 27, á Siglufirði

2102. Oddverji ÓF 76 ex Bára SH 27, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 24. júní 2014
27.06.2014 16:33
Örninn ÓF 28 og Katrín GK 266, á Siglufirði

2606. Örninn ÓF 28 og 1890. Katrín GK 266, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 24. júní 2014
27.06.2014 16:17
Ágústa EA 16 o.fl. á Siglufirði

7001. Ágústa EA 16 o.fl. á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 24. júní 2014
27.06.2014 15:14
Ásdís ÓF 9 ex Ásdís RE 15, á Siglufirði

2596. Ásdís ÓF 9 ex Ásdís RE 15 o.fl. á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 24. júní 2014
27.06.2014 14:01
Dagur SI 100 ex Otur SI 100 og Katrín GK 266, á Siglufirði

2471. Dagur SI 100 ex Otur SI 100 og 1890. Katrín GK 266, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 24. júní 2014
