Færslur: 2014 Júní

13.06.2014 14:17

Sædís Bára GK 88: Landfestar brunnu og báturinn rak á leið út úr höfninni

Meðan slökkvistarfið stóð yfir í Sandgerðishöfn núna áðan brunnu landfestar Sædísar Báru GK 88 og hóf báturinn þegar að reka, í átt út úr höfninni. Var björgunarbáturinn Hannes Þ. Hafstein látinn stöðva rekann á bátnum og koma honum að bryggju á ný.


            2310. Hannes Þ. Hafstein kominn með 2829. Sædísi Báru GK 88, að bryggju í Sandgerði að nýju


                                                         Báturinn er mikið brunninn


             Hannes Þ. Hafstein, útataður í froðu, í Sandgerðishöfn, í dag © myndir Emil Páll, 13. júní 2014

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Hriklaegt að sjá þetta, Báturinn er örugglega handónýtur.
 

Emil Páll Jónsson: Guðni Ölversson, ekki er það nú víst, nánar er fjallað um það í syrpunni sem ég birti í kvöld, en þegar báturinn var hífður upp talaði ég bæði við vana menn varðandi endurbyggingu báta svo og tjónaskoðunarmenn.

13.06.2014 12:57

Sædís Bára GK 88, alelda í Sandgerðishöfn

Klukkan 12.20 kom upp eldur í Sædísi Báru GK 88, í Sandgerðishöfn og varð báturinn alelda á svipstundu. Hafa Brunavarnir Suðurnesja unnið að slökkvistarfi síðan, en að auki þurti að kalla út björgunarsveitina þar sem fríholt á bryggjunni loguðu og eins mátti sjá að sjórinn logaði í höfninn.

Þessar myndir tók ég núna áðan


 


             2829. Sædís Bára GK 88, í Sandgerðishöfn, núna fyrir stundu. Þarna eru fríholtin á bryggjunni einnig farin að loga © myndir Emil Páll, 13. júní 2014

 

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Skelfing að sjá þetta

Ölver Guðna Ömurlegt

Þorgrímur Ómar Tavsen Ömurlegt

13.06.2014 12:34

Reynir GK 177 / Geir KE 1 / Guðmundur Jensson SH 717


Smíðanúmer 314 hjá Brastad Shipsbyggeri, Vestnes, Noregi 1968. Innfluttur til Íslands 1969. Yfirbyggður Sandgerði 1975. Lengdur og endurbættur 1998 hjá Þorgeir & Ellert h.f, Akranesi.

Átti að seljast til Kenýa í nóv 1992, en skipið fór aldrei, en lá þess í stað í Þorlákshöfn þar til það var selt til Keflavíkur í nóv. 1993.

Fyir mistök var  númerið ÍS 207 málað á bátinn í Njarðvíkurslipp í lok sept. 1995. Stóð það númer í einn dag, en átti að fara á bátinn við hliðina, sem og gerði.

Síðar fluttu eigendur með bátinn til Grænlands, en veran þar var ansi stutt.

Nöfn: Bye Senior N-194-Ö, Reynir GK 177, Júlíus ÁR 111, Júlíus ÁR 110, aftur Júlíus ÁR 111, Jóhannes Ívar KE 85, Jóhannes Ívar ÍS 207 ( 1 dag), Jóhannes Ívar ÍS 193, Bjarmi BA 326, Bjarmi (Grænlandi), aftur Bjarmi BA 326, Geir KE 1, Stormur KE 1, Stormur BA 777, Stormur ÍS 177, Stormur HF 22, Markús SH 271 og núverandi nafn: Guðmundur Jensson SH 717

 

                     1321. Reynir GK 177, í höfn í Njarðvík  © mynd Emil Páll


              1321. Geir KE 1, í Njarðvík © mynd Emil Páll í febrúar 2009

              1321. Guðmundur Jensson SH 717, í Skipavík, Stykkishólmi - mynd Sigurður Bergþórsson, í júní 2014

13.06.2014 11:12

Borgþór GK 100 / Aðalbjörg II RE 236

Smíðanr. 400 hjá Bátalóni hf. Hafnarfirði 1972. Stækkaður 1986. Lengdur í miðju í Hafnarfirði 1994 af Erlendi Guðjónssyni og Stál-Orku hf. Perustefni 1996,

Báturinn var smíðaður fyrir Jóhann Þórlindarson í Njarðvík, en hann gerði hann aldrei út, heldur var báturinn í Hafnarfirði þar til hann var seldur. Kom hann aðeins einu sinni til Keflavíkur sem Borgþór, er verið var að afhenda hann nýjum eigenum og þá var myndin hér fyrir neðan tekin.

Nöfn: Borgþór GK 100, Borgþór ÞH 231, Snæberg ÞH 231, Snæberg BA 35, Sigþór ÁR 107, Stakkavík ÁR 107, Gulltoppur ÁR 321 og núverandi nafn Aðalbjörg II RE 236.



                1269. Borgþór GK 100, kemur í sína einu ferð til Keflavíkur © mynd úr safni Jóhanns Þórlindarsonar


               1269. Aðalbjörg II RE 236, á Tálknafirði © mynd Gunnlaugur Hólm Torfason, 17. maí 2014

13.06.2014 10:11

Grindvíkingur GK 606 / Tasilaq GR 6-41

Hér kemur mynd af skipinu er það bar fyrra nafnið sem það bar hérlendis og síðan önnur af því nú er það er komið með grænlenskt nafn, en í millitíðinni hét það Guðmundur VE 29. Annars er nafnalisti skipsins þessi:  Hardhaus H-16-AV, Hardhaus II H-160-AV, Grindvíkingur GK 606, Guðmundur VE 29 og núverandi nafn er Tasilaq GR 6-41


           2600. Grindvíkingur GK 606, síðar Guðmundur VE 29 © mynd úr Fiskifréttum, 3. okt. 2003


           Tasilaq GR 6-41, ex 2600. Guðmundur VE 29, við Ægisgarð, í Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  7. júní 2014

13.06.2014 09:28

ÍS tefur Stafnesið

Eins og ég hef áður sagt frá stóð til að Stafnes KE 130, færi sl. þriðjudag í þjónustu við olíuna, norður í höfum. Skipið er þó ekki farið ennþá, en að sögn Odds Sæmundssonar, er ástæðan sú að ís á svæðinu hefur tafið verkefnið og því var ákveðið að fresta því um viku og er þess vegna stefnt að því að skipið fari næsta þriðjudag.


          964. Stafnes KE 130, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 6. júní 2014

13.06.2014 09:10

Keflvíkingur GK 197


             8. Keflvíkingur GK 197 © vatnslitamynd í eigu Helga Sigfússonar

 

AF FACEBOOK:

Magnús Þorvaldsson Varð Keflvíkingur ekki síðar Vöttur SU.?

Emil Páll Jónsson Jú Vöttur SU 103, svo Apríl GK 122 og því næst seldur til Grikklands í júlí 1965.

Guðni Ölversson Man eftir því að karlarnir fyrir austan töluðu um að Vöttur hafi verið betra sjóskip en Austfirðingur.

13.06.2014 08:42

Steinunn SH 167, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og þar er verið að gera eitthvað?


         1134. Steinunn SH 167, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og þar er verið að gera eitthvað sem ég veit ekki alveg hvað er © mynd Emil Páll, 12. júní 2014

13.06.2014 07:00

Kópur BA 163, Tálknafirði



           1063. Kópur BA 175, í Tálknafirði © mynd Gunnlaugur Hólm Torfason, 17. maí 2014

 

AF FACEBOOK:

 

Kristinn Þormar Flottur bátur og vel við haldið.

13.06.2014 06:00

Ólafur Tryggvason SF 60


              162. Ólafur Tryggvason SF 60 © mynd úr Eystra-horni 30. mars 1996

 

Af Facebook:

Guðni Ölversson Alltaf fallegur þessi. Núna Polaris og bara þónokkuð flottur.

12.06.2014 21:00

Sólplast í dag: Bergur Vigfús GK 43, Bolli KE 400 og Anna María ÁR 109

Kl. 7.30 í morgun sigldi Bergur Vigfús GK 43, að upptökubrautinni í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og beið þá þar Gullvagninn sem tók bátinn á land og eftir að hafa þrifið hann var honum ekið í lögreglufylgd til Sólplasts í Sandgerði. Um kl. 15 í dag kom þangað Margeir Jónsson á bíl frá Jón & Margeiri í Grindavík og var þá tekinn út úr húsi hjá Sólplasti báturinn Bolli KE 400 og hann dreginn niður bryggju í Sandgerðishöfn, þar sem hann var hífður í sjóinn. Um leið og því verki kom þarna annar bátur að því svæði sem Bolli var í og heitir sá Anna María ÁR 109 og hífði Margeir hann upp og dró upp að aðsetri Sólplasts í Sandgerði.

Allir eiga þessi bátar það sameiginlegt að vera að fá astik fyrir makrílveiðarnar og síðan er notað tækifærið og gert eitthvað meira, mismikið þó.

Hér koma syrpur með bátunum þremur, þ.e. hverjum fyrir sig, auk þess sem tvær myndanna tengjast innbyrðis, eins og sjá má.

                                                            Bergur Vigfús GK 43


         2746. Bergur Vigfús GK 43, kemur að upptökubrautinni, í Njarðvík í morgun


                             Báturinn kominn í Gullvagninn sem er á leið upp brautina


                                 Gullvagninn með 2746. Berg Vigfús GK 43, í morgun


                   Eftir að búið var að þrífa bátinn var haldið áleiðis til Sandgerðis og hér er verið að fara fram hjá annarri blokkinni, við Pósthússtræti, í Keflavík


                Hér er farið í gegn um Grófar-svæðið og lengst til vinstri sést aðeins í Skessuhellir




                 Það er fallegt svæðið umhverfis Grófina, enda Grófin nýbúin að fá Bláfánann


                                              Hér er komið að Sólplasti í Sandgerði


                           Eins og áður kom fram var þessi flutningur í lögreglufylgd


                           Bakkað inn á svæðið með bátinn, sem stendur úti


                         Gullvagninn farinn og báturinn stendur á svæði Sólplasts

                                                                   Bolli KE 400


             Margeir Jónsson, hjá Jóni & Margeir kominn með Bolla KE 400 út úr húsi hjá Sólplasti




                       Hér fer hersingin, út af athafnarsvæði Sólplasts og inn á Strandgötuna


               Hér er áfram ekið eftir Strandgötunni í Sandgerði í átt til Sandgerðishafnar


                                                Hífing hafin á bryggjunni í Sandgerði




                                           Hér er farið að slaka bátnum niður í sjóinn




                        Sjósetningu 6996. Bolla KE 400, lokið, í Sandgerðishöfn í dag

                                                              Anna María ÁR 109


                                    2298. Anna María ÁR 109, kominn í Sandgerðishöfn






             2298. Anna María ÁR 109, komin undir kranann hjá Jóni & Margeiri og fyrir aftan 6996. Bolla KE 400, sem hífður var í sjóinn skömmu áður


                    Hífing á 2298. Önnu Maríu ÁR 109, hafin í Sandgerðishöfn, í dag


               Eins og sést á þessari mynd stendur að heimahöfnin sé Grindavík, en svo er ekki, heldur hefur ekki verið málað yfir það um leið og báturinn var skráður með nýju nafni, en hann hét áður Máni GK 109 og var þá frá Grindavík


            

              2298. Anna María ÁR 109, komin á vagn á bryggjunni í Sandgerði, í dag


             Hér er Margeir hjá Jóni & Margeiri, kominn með bátinn að athafnarsvæði Sólplasts






                 Hér mun báturinn standa í vagninum meðan hann er hjá Sólplasti




                 Hér stendur Anna María ÁR 109, við hliðina á 6298. Siglunesi SH 22, á athafnarsvæði Sólplasts ehf., í Sandgerði © myndir Emil Páll, í dag, 12 júní 2014

12.06.2014 20:21

Pjakkur ÞH 65



                              7535. Pjakkur ÞH 65 © mynd úr Fiskifréttum 23. jan. 2004

12.06.2014 19:40

Gunna ÍS 419


                               7533. Gunna ÍS 419 © mynd úr Fiskifréttum 23. jan. 2004

12.06.2014 18:51

Klaki GK 126, að koma inn til Sandgerðis, í gær




           7207. Klaki GK 126, að koma inn til Sandgerðis, í gær © myndir Emil Páll, 11. júní 2014

12.06.2014 18:31

Fiskanes KE 24, að koma inn til Sandgerðis, í gær



            7190. Fiskanes KE 24, að koma inn til Sandgerðis, í gær © mynd Emil Páll, 11. júní 2014