Færslur: 2014 Júní

14.06.2014 10:11

Herjólfur





             2164. Herjólfur, í Vestmannaeyjum  © myndir shipspotting, Tony Garner, 21. maí 2014

14.06.2014 09:10

Ottó N. Þorláksson RE 203


          1578. Ottó N. Þorláksson RE 203, í Reykjavík © mynd Hreiðar Jóhannsson, í júní 2014

14.06.2014 08:15

Dröfn RE 35


            1574. Dröfn RE 35, í Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  7. júní 2014

14.06.2014 07:08

Íris SH 180, í Stykkishólmi



             1561. Íris SH 180, í Stykkishólmi © mynd Sigurður Bergþórsson, í júní 2014

14.06.2014 06:00

Stefnir ÍS 28, í Reykjavíkurslipp




            1451. Stefnir ÍS 28,  í Reykjavíkurslipp © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  7. júní 2014

13.06.2014 21:00

Sædís Bára hífð á land, óvíst hvort hann sé ónýtur. Bryggjan stórskemmd og eldur kom upp aftur

Sædís Bára var nú seinni partinn, hífð á land og á flutningavagn í Sandgerði. Báturinn verður fluttur til rannsóknar hvað eldsupptök varðar og í framhaldi af því verður ákveðið með framhald bátsins, en of fljótt er að dæma hann ónýtan, þó nokkrir fjölmiðlar hafi dæmt hann ónýtann í dag. Er verið var að ganga frá bátnum á flutningavagninn kom upp eldur að nýju og var því kallað til slökkviliðs. Komið er í ljós að bryggjan í Sandgerði er einnig stórskemmd.

Eins og sést á þeim myndum sem ég birti nú og voru teknar þegar báturinn var hífður upp á flutningavagn sem flytur hann á stað þar sem hann verður rannsakaður og þá aðallega til að kanna með hugsanleg eldsupptök. Báturinn kom að landi kl. 20. 30 í gærkvöldi og átti að fara í smábátahöfnina og vera þar í nótt og þangað til síðdegis að hann færi aftur út. Af einhverjum ástæðum fór hann ekki frá bryggjunni og nú segja menn sem betur fer, því hætta er á að farið hefði enn ver ef hann hefði legið t.d. utan á öðrum báti. Enginn var um borð þegar eldsins var vart, en hann varð alelda nánast samstundis. Að sögn manna sem eru vanir að gera upp báta, jafnvel eftir bruna fer það eftir ástandi vélarúmsins, þegar það verður skoðað og fleira neðan þilfars hvort báturinn verði hugsanlega endurbyggður eða ekki.

Bruninn var það mikill að bryggjan er stórskemmd. M.a. brunnu 10 dekkjalengur (fríholt), þá skemmdist kannturinn á bryggjunni og steypan er að auki stórskemmd m.a. virðist efsta lagið á dekki bryggjunar hafa sprungið frá og eru nú eins og skæðadrífa um bryggjuna. Þá var rafmagnskassi, sérstaklega fyrir togara og stærri skip og hann brann alveg aðeins stendur það sem kom upp úr bryggjunni en það sem var í honum er ónýtt. Sama má segja með það sem vatnið er það er allt skemmt og svo gæti farið að brjóta þurfi upp bryggjuna til að gera við ýmsar leiðslur. Smábátabryggjurnar sem komið var með til Sandgerðis á dögunum og voru uppi á garðinum skemmdust o.fl. o.fl.

Áður en báturinn var hífður upp var dælt úr honum sjór sem fór í hann við slökkvistarfið í hádeginu, svo gerðist það að þegar báturinn hafði verið hífður upp á flutningavagn fór að rjúka úr honum og er talið að glóð hafi leynst í bátnum þar til að búið var að dæla úr honum og eins farið að gusta aðeins um hann. Varð að kalla til slökkvilið aftur og komu fjórir bílar, bæði úr Sandgerði og eins frá Keflavík.

Hér kemur myndasyrpan sem ég tók síðdegis í dag og þar sést báturinn, eins og hann leit þá út svo og rafmagnskassinn sem varla er lengur hægt að kalla rafmagnskassa o.fl. sem sést á myndunum og auðvitað kemur slökkviliðið þar fram í seinna útkallinu.

 

 


 


            Fátt heillegt virðist vera þarna í bátnum við bryggjuna í dag


                      Rafmagnskassinn á bryggjunni, eins og hann lítur núna út

 


                Þegar litið er inn í kassann er lítið þar að sjá

 

 


 


 


 


 


 


            Það er lítið skipslegt á þeirri síðu sem snéri að bryggjunni, en hún er mun ver farin en hin.

Það sorglega er líka að bátur þessi er ekki margra ára gamall.


             Þegar báturinn var kominn upp á flutningavagninn fór að rjúka úr honum og var slökkviliðið þegar kallað út


 


 


 

                 Slökkviliðsmenn komnir um borð, en áður en þeir komu hafði Sigurður Stefánsson hjá Köfunarþjónustu Sigurðar hafið slökkvistörf í bátnum


             Hér eru slökkviliðsmenn, að grínast eitthvað við slökkviliðsstjórann, eftir að búið var að slökkva eldinn © myndir Emil Páll, síðdegis í dag, 13. júní 2014

 

AF Facebook:

Árni Freyr Runarsson Það var talsverður hiti í bryggjuni eftir brunann.

 

13.06.2014 20:00

Eldislausnir: Sá um að koma bólum og festum fyrir Arnarlax í Tálknafirði ofl.

Nýverið sá fyrirtæki á Suðurnesjum, sem nefnist Eldislausnir um að koma bóli og festum fyrir Arnarlax í Tálknafirði svo að Papey gæti lagst þar við og fleyta mætti laxaseiðum út í skip.

Þetta var fyrsti flutningur Papeyjar fyrir Arnarlax í nýjar kvíar þeirra í Arnarfirði, að sögn Gunnlaugs Hólm Torfasonar hjá Eldislausnum. Seiðunum var dælt upp í kar og þaðan runnu þau sjálfrennandi út í skip. Flutningur seiðanna gekk mjög vel og voru flutt um 250.000 seiði í þrem ferðum.

Þá hafa Eldislausnir byggt upp og tæknivætt seiðastöðina á Gileyri í Tálknafirði fyrir Bæjarvík sem að er í eigu Arnarlax.

Hér kemur myndasyrpa sem Gunnlaugur Hólm tók fyrir mig af seiðaflutningunum


                                              1631. Vonin KE 10

 

 


 

 


 


 

                                                    2684. Papey
 

                                                        7743. Gná
 


 


 


 


 


 


 


 


 


 


 


              Til að glöggva sig á nöfnum báta og skipa sem þarna koma fram er ein mynd með hverju þeirra merkt með nafni viðkomandi báts eða skips © myndir Gunnlaugur Hólm Torfason, 17. til. 21. maí 2014


 

 

 
 
 

 

13.06.2014 19:35

Himbrimi BA 415, Gná o.fl.



              7585. Himbrimi BA 415, 7743. Gná o.fl. © Gunnlaugur Hólm Torfason, 17. maí 2014

13.06.2014 19:25

Sædís Bára, flutt til rannsóknar - eldur kom upp aftur - bryggjan skemmd

Í kvöld birti ég myndasyrpu sem ég tók nú síðdegist þegar Sædís Bára var hífð á land og á flutningavagn í Sandgerði. Báturinn verður fluttur til rannsóknar hvað eldsupptök varðar og í framhaldi af því verður ákveðið með framhald bátsins, en of fljótt er að dæma hann ónýtan, eins og sést hefur í nokkrum fjölmiðlum. Er verið var að ganga frá bátnum á flutningavagninn kom upp eldur að nýju og var því kallað til slökkviliðs. Komið er í ljós að bryggjan í Sandgerði er einnig stórskemmd. Allt um það um leið og ég birti syrpuna á eftir


                2829. Sædís Bára GK 88, tekin upp í Sandgerði núna síðdegis, - nánar síðar í kvöld

 

AF FACEBOOK:

Árni Freyr Runarsson Það var talsverður hiti í bryggjuni eftir brunann.

13.06.2014 19:15

Abby GK 56, í Sandgerðishöfn, í gær




              7339. Abby GK 56, í Sandgerðishöfn, í gær © myndir Emil Páll, 12. júní 2014

13.06.2014 18:55

Sæli BA 333, Njörður BA 114 o.fl. á Tálknafirði




             2694. Sæli BA 333, 2432. Njörður BA 114 o.fl. á Tálknafirði © myndir Gunnlaugur Hólm Torfason, 18. maí 2014

13.06.2014 17:18

Eyrún AK 153, að koma inn til Sandgerðis, í gær






           7346. Eyrún AK 153, að koma inn til Sandgerðis, í gær © myndir Emil Páll, 12. júní 2014

13.06.2014 16:17

Stakasteinn GK 132, að koma inn til Sandgerðis, í gær





         1971. Stakasteinn GK 132, í Sandgerði, í gær © myndir Emil Páll, 12. júní 2014

13.06.2014 15:24

Er þetta Elding, hin norska? - í Njarðvíkurhöfn

Skútu þessa sá ég í Njarðvíkurhöfn, en sé að hún er norsk, en með mikið af Íslandstengdum auglýsingum og á bekk einum um borð stendur nafnið Elding. Aðrar merkingar um skipið sá ég ekki.




           Skútan, sem huganlega er Elding, í Njarðvíkurhöfn, í dag © myndir Emil Páll, 13. júní 2014

13.06.2014 15:06

Papey að dæla seiðum í kvíar Arnarlax - meira um þetta í máli og myndum, í kvöld

 

              2684. brunnbáturinn Papey að dæla seiðum í kvíar Arnarlax. © mynd bb.is - meira um þetta tilefni í kvöld í máli og myndum