Færslur: 2013 Nóvember

23.11.2013 17:00

Siggi Sæm, í gær

Þessar myndir tók Jónas Jónsson, án mikils aðdráttar að því er verið var að taka Sigga Sæm á land í Sandgerðishöfn í gær


            7481. Siggi Sæm, nálgast sjósetningabrautina í Sandgerðishöfn, í gær


           Hér nálgast hann bíl frá Köfunarþjónustu Sigurðar, en það fyrirtæki er eigandi bátsins


       Hér er báturinn, kominn í kerruna alveg upp að bílnum sem dró hann á land © myndir Jónas Jónsson, í gær, 22. nóv. 2013

23.11.2013 16:00

Kleifarberg ÓF 2


                                               1360. Kleifarberg ÓF 2 © mynd bb.is

23.11.2013 13:00

Sveinn Jónsson ex 1342.


       Sveinn Jónsson ex 1342. Sveinn Jónsson KE 9 ex Dagstjarnan KE 9, í Cape Town, Suður-Afríku © mynd shipspotting, Glenn Kasner 2. okt. 2010

23.11.2013 12:00

Orri ÍS 180, á siglingu í Sandgerðishöfn, í gær




           923. Orri ÍS 180, í Sandgerðishöfn í gær © myndir Jónas Jónsson, 22. nóv. 2013

23.11.2013 11:00

Kópavogur og Grindavík, í Sandgerði, í gær


             Kópavogur og Grindavík, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 22. nóv. 2013 - í raun eru hér á ferðinni 1909. Gísli KÓ 10 og 1600. Staðarvík GK 44, í Sandgerðishöfn, í gær

23.11.2013 10:29

Helga María AK á heimleið eftir breytingar í Póllandi

Af heimasíðu HB Granda:

 

           1868. Helga María AK á leiðinni út úr höfninni í Gdansk í gær © mynd HB Grandi, Rósa María Tómasdóttir, 22. nóv. 2013
 

Ísfisktogarinn Helga María AK er nú á heimleið eftir umfangsmiklar breytingar og endurbætur sem gerðar voru á skipinu í Alkor skipasmíðastöðinni í Gdansk í Póllandi. Er reiknað með því að heimsiglingin taki rúma fimm sólarhringa þannig að ef allt gengur að óskum er von á Helgu Maríu til hafnar í Reykjavík um miðja næstu viku.

Stjórn HB Granda tók þá ákvörðun fyrr á þessu ári að láta breyta Helgu Maríu úr frystitogara í ísfisktogara og var samið við Alkor skipasmíðastöðin um verkið. Var skipið komið til Póllands um mánaðamótin júní og júlí.

Að sögn Gísla Jónmundssonar, skipaeftirlitsmanns HB Granda, sem haft hefur eftirlit með framkvæmd verksins í Póllandi fyrir félagið eru breytingarnar á Helgu Maríu umfangsmiklar og þótt skipið sé farið frá Póllandi þá muni enn nokkur tími líða þar til það kemst á veiðar. Helgast það m.a. af því að eftir á að setja niður nýtt vinnsludekk í skipið. Það verk munu starfsmenn 3X Stáls (3X Technology) sjá um en að auki koma fleiri fyrirtæki að lokafrágangnum á Helgu Maríu.

Svo vikið sé að breytingunum í Póllandi þá segir Gísli að það helsta sem gert hafi verið við skipið sé að frystilestinni hafi verið breytt í ísfisklest.

,,Lestin var stækkuð með því að frystivélarými var fjarlægt og sömuleiðis tveir síðutankar. Lestarlúgan var færð út í síðu, lestin var öll klædd upp á nýtt og komið fyrir nýju kælikerfi. Allur búnaður á millidekki var tekinn úr skipinu og allar klæðningar fjarlægðar. Rýmið á millidekkinu var allt sandblásið, skipt var um rennusteina og síðan var það klætt upp á nýtt. Fiskimóttakan var klædd með ryðfríum plötum og sett var upp nýtt, ryðfrítt móttökuþil. Nýrri stakkageymslu með öllum búnaði var komið fyrir og einnig var kaffi- og þvottaherbergið endurnýjað. Skipt var um efra dekkið frá skutrennu fram fyrir gömlu lestarlúguna. Lestarlúgurnar voru færðar út í síðu og hluta af eldhúsi þurfti að fjarlægja vegna þeirrar færslu. Fyrir vikið þurfti að innrétta nýtt eldhús með tilheyrandi breytingum á borðsal.  Svokallaðir ísgálgar voru fjarlægðir og toggálgi var styrktur til að geta borið uppi togblakkirnar. Einnig var skipt um skutgaflana og stálpötur þar sem þess þurfti. Bæði skuthlið og fiskilúga voru endurnýjaðar. Vatnstankarnir voru sandblásnir og málaðir. Skipið var reyndar allt sandblásið frá masturstoppum niður í kjöl. Öll lágþrýstispilrör voru tekin niður, sandblásin og máluð og háþrýstirör á dekki voru öll endurnýjuð," segir Gísli Jónmundsson en í máli hans kemur fram að margt fleira, sem of langt mál væri að telja upp hér, hafi verið gert en hann vilji þó nefna til viðbótar ýmsar lagfæringar sem gerðar voru á íbúðum skipverja. Eins hafi allar rúður verið teknar úr brúnni og gluggakarmarnir sandblásnir og sinkaðir áður en rúðunum var komið fyrir að nýju.

23.11.2013 10:00

Tómas Þorvaldsson GK 10


       1006. Tómas Þorvaldsson GK 10, við bryggju © mynd Jón Halldórsson, nonni.is og holmavik.123.is  í nóv. 2013

23.11.2013 09:26

Góð veiði í Kolgrafarfirði

mbl.is:

 

Bátar eru komnir til síldveiða í Kolgrafarfirði. „Það er ágætis veiði þarna,“ segir Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri í Grundarfirði, í samtali við mbl.is. Á níunda tímanum voru fjórir bátar komnir til veiða í firðinum og er von á fleirum í dag.

Hafsteinn segir að fjórir bátar frá Grundarfirði séu nú staddir í Kolgrafarfirði, en þeir lögðu af stað um fimmleytið í morgun. Aðspurður segir Hafsteinn að aðstæður til veiða séu góðar og að veiðarnar hafi gengið vel. Um er að ræða smábáta sem geta tekið um það bil fjögur til fimm tonn um borð.

Í gær ákvað umhverfisráðherra að gefa síldveiðar frjálsar innan brúar í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Ráðherra vonaðist til þess að veiðarnar gætu hvoru tveggja bjargað verðmætum og haft mögulegan fælingarmátt þannig að síldin gengi fyrr út úr firðinum en ella.

Aðeins er hægt að fara undir brúna í Kolgrafafirði á fjöru og því hafa menn orðið að leggja af stað snemma, en menn hafa um 12 tíma til að athafna sig við veiðarnar. 

23.11.2013 09:00

Góður afli



           Góður afli © mynd  úr safni Eiríks Erlendssonar, ljósmyndari trúlega Erlendur Sigurðsson

23.11.2013 08:00

Goggað inn fiski


                            Goggað inn fiski
          © mynd  úr safni Eiríks Erlendssonar,
      ljósmyndari trúlega Erlendur Sigurðsson

23.11.2013 07:03

Hilmir GK 498 og einhver óþekktur


             565. Hilmir GK 498 og einhver óþekktur bátur © mynd  úr safni Eiríks Erlendssonar, ljósmyndari trúlega Erlendur Sigurðsson, skipstjóri

22.11.2013 21:30

Sólplast í dag: Gísli KÓ 10 sjósettur og Bíldsey II SH 63 tekin í hús

Hér kemur löng myndasyrpa af tveimur bátum sem komu við sögu hjá Sólplasti í Sandgerði í dag. Við sögu komu tveir ljósmyndarar, þ.e. þeir Emil Páll og Jónas Jónsson og eru allar myndirnar sem nú birtast af Gísla teknar af Jónasi en sumar af myndunum af Bíldsey II eru teknar af Emil Páli, en þorri þó tekin af Jónasi.

Það er af Bíldsey II SH að segja að báturinn var að koma í lagfæringu á yfirbyggingunni, sem fór úr lagi á makrílveiðunum í sumar.

Eins og sést undir myndunum af Bíldsey II komu upp óvænt vandamál en þau voru leyst á staðnum, en hér kemur syrpurnar og fyrst birtast myndirnar af Bíldsey II og síðan af Gísla.


          2650. Bíldsey II SH 63, á Gullvagninum í Skipasmíðastöð Njarðvíkur á níunda tímanum í morgun © mynd Emil Páll


            Gullvagninn kemur með 2650. Bíldsey II SH 63, til Sandgerðis í morgun og á eftir honum sést kraninn sem hífði Gísla KÓ í sjóinn © mynd Jónas Jónsson




                   Hér bakkar Gullvagninn með 2650. Bíldsey II, inn planið hjá Sólplasti © mynd Jónas Jónsson








          Hér er báturinn kominn lagleiðina að húsi því sem hann á að fara inn í © myndir Jónas Jónsson


            Hér hefur verið stöðvað með að bakka inn, en eins og sést á næstu myndum er mastrið of hátt til að báturinn komist inn © mynd Emil Páll








            Kristján Nielsen og Markó, komnir upp á bátinn til að fella mastrið © myndir Emil Páll


                                       Báturinn tekinn aftur út til © mynd Emil Páll






            Þrátt fyrir að báturinn hafi verið yfirbyggður hjá Sólplasti í þessu sama húsi fyrir mörgum árum, kom í ljós að hann myndi standa út úr húsinu, sökum þess að búið var að lengja hann að aftan og því tók hann meira pláss...


             ... ekki verður því hægt að loka hurðinni, eins og til stóð og mun því verða byggt fyrir svo báturinn verður inni og í skjóli sá hluti sem nú á að lagfæra © myndir Emil Páll


                Þá er komið að Gísla KÓ 10 og var hann dreginn með lyftara niður á bryggju og hófst sú ferð áður en það fór að birta.






              1909. Gísli KÓ 10, á leið niður á bryggju, en þar kom einnig óvænt bið, sem varð vegna þess að kraninn sem átti að hífa bátinn í sjóinn, lenti fyrir aftan Gullvagninn sem var að koma Sandgerðisveginn með Bíldsey II og komst ekki fram fyrir hann og því urðu tafir á komu hans niður á Sandgerðisbryggjuna.


                 Hér er verið að undirbúa það að kraninn lyfti Gísla af vagninum og lyftarinn sést þarna líka














                                         Þá er báturinn að nálgast að fara yfir sjóinn


                         1909. Gísli KÓ 10. Sjósetningu lokið, í Sandgerðishöfn

© myndir af 1909. Gísla KÓ 10, Jónas Jónsson og af 2650. Bíldsey II SH 63, Emil Páll og Jónas Jónsson, í dag 22. nóv. 2013

22.11.2013 21:00

Síldveiðar í gamla daga






          Síldveiðar, í gamla daga © myndir úr safni Eiríks Erlendssonar, ljósmyndari trúlega Erlendur Sigurðsson, skipstjóri

22.11.2013 20:00

Blíða á miðunum, en lítið af síld þennan daginn






                Það vantaði ekki blíðuna á miðunum þann 17. nóv. sl., vantaði bara síldinna © myndir, Faxagengið, faxire9.123.is inná Urthvalafirði, 17. nóv. 2013

22.11.2013 19:00

Sæmundur KE 9




          Sæmundur KE 9 © myndir úr safni Eiríks Erlendssonar, ljósmyndari trúlega Erlendur Sigurðsson