Færslur: 2013 Nóvember

01.11.2013 16:07

Odertal, í Helguvík, í gær






                            Odertal, í Helguvík, í gær © myndir Emil Páll, 31. okt. 2013

01.11.2013 15:45

Hafnarfjörður í morgun, vegna Fernanda

Tryggvi tók þessar myndir um kl. 10 í morgun, en fyrir mistök hjá mér opnaði ég ekki póstinn fyrr en nú, en læt þær þó koma.












           2769. Þór og Fernanda í Hafnarfirði í morgun © myndir Tryggvi, 1. nóv. 2013

01.11.2013 15:19

Saga K komnir með 880 tonn af ýsu og 170 tonn af Þorski

Elfar Jóhannes Eiríksson, í Noregi: Hérna eru fréttir af Sögu K í Kyst og Fjord. Þeir eru búnir að fiska 880 tonn af Ýsu sem fer eitthvað í pirrurnar á sumum útgerðarmönnum en aðrir sýnist þetta bara vera flott hjá þeim en þeir hafa líka fiskað 170 af þorski.

Kyst og Fjord

Har tatt 100 kvoter

Her ser du linebåten «Saga K», med 9-meters hjemmelslengde og hysekvote på 9,7 tonn. Hittil i år har den bragt 880 tonn hyse på land!

14,98 meter lange «Saga K» har så langt fisket to trålkvoter med hyse. Onsdag kom ytterligere 40 tonn på land.   Foto: Seigla Ehf



- Vi gjør ikke noe galt, systemet er bare blitt slik, sier reder Bjarni Sigurdsson. Båten på 14,99 meter er en av snaut 20 fartøy på 15-20 meter, med hjemmelslengde under 11 meter, og med stor frihet til å fiske hyse.

- Blodig urettferdig, sier skipper Tor Gunnar Kransvik på 36 meter lange «Bernt Oskar». Som bare har 120 tonn hyse å fiske på.

- Dette må stoppes, regelverket hules ut, sier Arne Pedersen, leder i Norges Kystfiskarlag

01.11.2013 15:02

Draga skipið frá hrygningarsvæðum

mbl.is:

 

Varðskipið Þór mun draga flutningaskipið Fernanda á svæði eins fjarri hrygningarsvæðum og veiðislóðum og kostur er. Þá er einnig markmið að komast á svæði þar sem vindátt er hagstæð miðað við hugsanlegt rek á skipinu ef þörf er á að hætta drætti á því af öryggisástæðum.

Þetta var ákveðið á samráðsfundi Landhelgisgæslu, Hafrannsóknarstofnunar, Umhverfisstofnunar og Samgöngustofu þar sem rætt var um næstu skref vegna elds um borð í flutningaskipinu Fernanda.

„Við ákvörðun næstu skrefa er horft til þess að lágmarka áhættu á að skipið sökkvi með hliðsjón af umhverfisvá en fyrst og síðast að tryggja öryggi allra þeirra aðila sem koma að aðgerðinni.

Meðan aðstæður leyfa mun varðskipið Þór draga Fernanda á svæði eins fjarri hrygningarsvæðum og veiðislóðum og kostur er.  Þá er einnig markmið að komast á svæði þar sem vindátt er hagstæð miðað við hugsanlegt rek á skipinu ef þörf er á að hætta drætti á því af öryggisástæðum.  Ef svo færi að skipið sökkvi miðast aðgerðir við að sem minnstar líkur verði á því að olía berist á strönd með tilliti til hafstrauma.  Sem stendur er ekki talið óhætt að dæla sjó á Fernanda með tilliti til stöðugleika skipsins,“ segir í fréttatilkynningu.

Fylgst er náið með framvindu mála og staðan endurmetin eftir upplýsingum og aðstæðum hverju sinni.  Sem stendur ganga aðgerðir vel og varðskipið Þór siglir á 6 hnúta hraða.

01.11.2013 14:43

Skipið hugsanlega látið brenna

Þór er farinn að nálgast Garðskaga með Fernanda í togi og er  Vædderen einnig með þeim í för. Að sjá frá Keflavík er þó nokkur reykur upp ú Fernanda, en til umhugsunar er að láta skipið brenna, meðan einhver eldmatur er í því


          Hér sjáum við staðsetninu Þórs og Vædderen
um kl. 14.20 í dag

01.11.2013 14:15

Berglín GK 300 og Sóley Sigurjóns GK 200, í Njarðvikurhöfn í dag




          1905. Berglín GK 300 og 2262. Sóley Sigurjóns GK 200, í Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 1. nóv. 2013

01.11.2013 13:00

Irena Arctica og Fugro Discovery í Hafnarfjarðarhöfn

AF vef Hafnarfjarðarhafnar:

Rannsóknarskipið Fugro Discovery leitaði hafnar í Hafnarfirði á þriðjudag vegna óhagstæðs veðurs.

Grænlenska flutningaskipið Irena Arctica kom til Hafnarfjarðar á þriðjudag. Skipið flutti búnað Ístaks hf. sem notaður var við byggingu virkjunar ofan við bæinn Illulisat (Jakobshavn) á Grænlandi. 

Á myndunum má sjá bæði skipin.

Aftan við Fugro Discovery má sjá togarann Baldvin Njálsson, en verið var að landa úr honum þegar myndin var tekin.

Aftan við Irena Arctica sést færeyski togarinn Ólavur Nolsoy, en hann var nýlega seldur til Færeyja frá Vestmannaeyjum. togarinn er nýkominn niður úr flotkví þar sem hann var hreinsaður og málaður og fleira.


                Fugro Discovery, í Hafnafjarðarhöfn  og aftan við hann er 2282. Baldvin Njálsson GK 400


                    Irena Aretica, í Hafnafjarðarhöfn og aftan við skipið er Ólavur Nolsoy ex Gandí VE og Rex HF © myndir af vef Hafnarfjarðarhafnar í okt. 2013
            

01.11.2013 12:34

Verið að draga Fernöndu út úr höfninni

ruv.is:


Dráttarbátur er að draga Fernöndu úr höfninni. Það er í samræmi við þá ákvörðun sem var tekin um að draga skipið á haf út. Varðskipið Þór er með í för og þar eru sex til átta slökkviliðsmenn með í för.

Jón Viðar Matthíasson sagði í viðtali í hádegisfréttum að mikil hætta hefði verið á ferðum. Slökkviliðsmenn hefðu lagt sig í mikla hættu. Hann sagði ástæðuna fyrir því að skipið var dregið úr höfn vera meðal annars þá að hann vildi ekki stefna sínum mönnum í þetta mikla hættu.


01.11.2013 12:20

Egill ÍS 77, að hífa á Arnarfirði


                1990. Egill ÍS 77, að hífa á Arnarfirði © Jón Páll Jakobsson, 28. okt. 2013

01.11.2013 12:07

Fernanda verður dregið út úr Hafnarfjarðarhöfn

visir.is:

Fernanda verður dregin út úr höfninni í Hafnarfirði.
                                Fernanda verður dregin út úr höfninni í Hafnarfirði.


Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Landhelgisgæslan undirbúa nú að draga flutningaskipið Fernöndu út úr Hafnarfjarðarhöfn þar sem reynt verður að slökkva eldinn um borð.

Fernanda var dregin inn í höfnina í morgun en skipið skíðlogaði að innan. Um hundrað tonn af olíu eru um borð í skipinu og stafar af því mikil hætta.

Um tuttugu slökkviliðsmenn taka þátt í slökkvistarfinu auk varðskipsins Þórs.

Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar segir þetta einu erfiðustu aðstæður sem slökkviliðsmenn hafa lent í og heppni að ekki sé um stærra skip að ræða.


01.11.2013 11:03

Ýmir BA 32 á rækjuveiðum


                                      1499. Ýmir BA 32, að taka trollið, 28. okt. 2013


                 1499. Ýmir BA 32, 29. okt. 2013 © myndir Jón Páll Jakobsson

01.11.2013 10:20

Samskip Akrafell, Reval Viking, Neptune og Týr, á Akureyri

Hér kemur fyrst mynd úr vefmyndavél Akureyrarhafnar síðan í gær og svo sýni ég myndir af MarineTraffic af tveimur þessara skipa.


             Samskip Akrafell, Reval Viking, Neptune og Týr í Akureyrarhöfn © mynd af vefmyndavél Akureyrarhafnar í gær, 31. okt. 2013


             Samskip Akrafell, í Rotterdam © mynd MarineTraffic, Hannes van Rijn, 28. okt. 2013


              Reval Viking M-33-VN, í Tromsö © mynd MarineTraffic, Volker Weidner, 10. okt. 2012

01.11.2013 09:48

Vilhelm Þorsteinsson EA 11, í Helguvík, í morgun




           2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11, i Helguvík, í morgun © myndir Emil Páll, 1. nóv. 2013

01.11.2013 09:20

Valdimar GK 195, á Siglufirði


                     2354. Valdimar GK 195, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 30. okt. 2013

01.11.2013 08:35

Rifsnes SH 44 og Tómas Þorvaldsson GK 10


           1136. Rifsnes SH 44 og 1006. Tómas Þorvaldsson GK 10, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 30. okt. 2013