Færslur: 2013 Nóvember
03.11.2013 09:00
Gunnar Hámundarson GK 357



500. Gunnar Hámundarson GK 357 © myndir Emil Páll, sennilega um 1995
Smíðaður í Skipasmíðastöð Njarðvikur, 1954 og er með smíðanúmer 1 frá þeirri stöð. Einu breytingarnar eru að sett var á hann hvalbakur og nýtt stýrishús, annars hefur báturinn legið ýmist í Keflavíkur- eða Njarðvíkurhöfn nú í þó nokkur ár.
Aðeins borið þetta eina nafn: Gunnar Hámundarson GK 357
03.11.2013 08:15
Stafnes KE 130 að koma úr olíunni
Nú fyrir stundu var skipið út af Stafnesi og sigldi á 9 mílna hraða og ætti því að vera komið til Njarðvíkur upp út kl. 10, en skipið hefur verið undanfarna mánuði við þjónustu á olíuleitasvæðum, norður í höfum.

964. Stafnes KE 130, í Njarðvík áður en það fór í olíuna © mynd Emil Páll, 11. ágúst 2013
Kort af AIS kl. 8.11 í morgun
AF FACEBOOK:
Emil Páll Jónsson Stafnesið kom til Keflavíkur rétt fyrir hádegi.
03.11.2013 08:00
Eldhamar GK 13

297. Eldhmar GK 13, við bryggju í Grindavík

297. Eldhamar GK 13 o.fl. við bryggju © myndir Emil Páll, fyrir xx árum
Smíðaður hjá Fredrikssund Skibsværft A/S, Fredrikssund, Danmörku 1956. Stórviðgerð og breytingar í Stykkishólmi 1975. Rifinn niður í fjörunni í Grindavík í mars 2008.
Nöfn: Magnús Marteinsson NK 85, Ásgeir Torfason ÍS 96, Sjöfn ÞH 142, Sjöfn II ÞH 264, Sjöfn II NS 123, Surtsey VE 123, Eldhamar GK 13, Eldhamar II GK 139, Gullfaxi GK 14. Gullfaxi GK 139, aftur Gullfaxi GK 14 og Gullfaxi GK 147.
03.11.2013 07:00
Erling KE 140


120. Erling KE 140, að koma inn til Njarðvíkur © myndir Emil Páll
Smíðanr. 11 hjá Thaules Mek. Verksted A/S, Avaldsnes, Noregi 1957. Yfirbyggður 1985.
Átti að seljast Hólmadrangi hf. á Hólmavík í okt. 1994, en Grindavíkurbær neytti forkaupsréttar og seldi bátinn Sóltindi hf. í Grindavík, sem var í raun skúffufyrirtæki frá Keflavík, sem fékk bátinn og flutti síðan fyrirtækið til Keflavíkur til að komast hjá kvótalögunum. Átti að seljast í niðurrif til Danmerkur í sept. 2008 og fara utan í togi togarans Grétu SI, en af því varð aldrei og lá því lengi við bryggju í Þorlákshöfn, eða þar til að komið var með hann í drætti þaðan og endaði hann síðan upp í gamla slippnum í Hafnarfirði þar sem hann var brotinn niður.
Nöfn: Sangolt, Höfrungur II AK 150, Höfrungur II GK 27, Erling KE 140, Kambaröst SU 200 og Kambaröst RE 120.
02.11.2013 21:30
Búrfell - Ásbjörn = Bergþór Hávarðarson
Hér kemur nokkur löng myndasyrpa sem er frá því að Berþór Hávarðarson, fór með Búrfellið, sem hann hafði þarna að vísu gefið bátnum nafnið Ásbjörn og skrá í Svíþjóð, fór í reynsluskiglingu þann 1. maí 1993. Auk mynda af bátnum þegar hann kemur nafnlaus til baka í Njarðvíkur er mynd af bátnum með Ásbjarnarnafninu, svo og myndir af Bergþóri sjálfum og öðrum sem sigldi með honum. Berþór var eins og margir vita bráðkvaddur fyrir nokkrum árum - Blessuð sé minning hans -


![]()

![]()








Þarna kemur Ásbjörn, hinn Sænski ex 17. Búrfell KE 140, inn til hafnar í Njarðvík eftir reynslusiglinguna 11. sept. 1993


Bergþór í brúarglugganum þegar hann leggur bátnum utan á 44. Kristbjörgu VE 70, sem hann var að spá í að draga með sér út og selja. Félagi hans í ferðinni sést í öðrum brúarglugga. Þeir sjást betur á næstu tveimur myndum.


Bergþór Hávarðarson (t. h.) og félagi hans sem fór með honum í reynslusiglinguna, en því miður man ég ekki nafnið á honum.

Hér er Bergþór búinn að merkja bátinn með Ásbjörnsnafninu, en það gerðist nokkrum dögum eftir reynslusiglinguna. Þarna er Ásbjörn þriðji bátur í röð, í Njarðvíkurhöfn, Næstur honum er 44. Kristbjörg VE 70 og svo er það 43. Elliði GK 445 © myndir Emil Páll, 1993
Smíðanúmer 36 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S í Harstad, en skrokkurinn hafði smíðanúmer 49 hjá Ankerleöken Verft A/S í Flörö í Noregi árið 1963. Lagt í maí 1991, tekinn af íslenskri skipaskrá 1992.
Eftir að báturinn hafði verið úreltur hóf Bergþór heitinn Hávarðarson undirbúning að því að breyta honum í viðgerðarskip fyrir skútur og fór verkið fram við bryggju í Njarðvik. Eftir baráttu við íslensk stjórnvöld og fyrrum eiganda, þar sem m.a. átti að draga bátinn til Írlands til niðurrifs, bjargaði það málunum að útgerð dráttarskipsins Hvanneyri sem átti að draga hann út varð gjaldþrota. Tókst Bergþóri þó að lokum að vinna sigur í málinu 27. mars 1993 og flaggaði hann þá sænska fánanum á bátnum og gaf honum nafnið Ásbjörn. Var báturinn þinglýstur sænskum ríkisborgara f.h. Bergþórs. 1. maí 1993. Þann 11. sept. 1993 fór Ásbjörn í reynslusiglingu. 1. júní 1996 hélt Ásbjörn síðan aftur úr höfn og nú sigldi hann fyrir eigin vélarafli til Garðarbæjar og síðan var förinni heitir til St. Martin, í nágrenni Porto Rico í Mið-Ameríku, endurskráðum með íslenskum fána. Þangað átti hann að draga með sér einn úreltan 44. Kristbjörgu VE 70. Ekkert varð þó úr þessum áformum og fóru leikar þannig að eftir þó nokkra veru var báturinn færður út á Arnarvoginn í lok október 2002. Fljótlega var honum þó lagt við bryggju í Hafnarfirði, þaðan var hann að lokum dreginn um mánaðarmótin mars/apríl 2004 upp á Akranesi þar sem hann var tættur niður í brotajárn.
Meðan báturinn var í Njarðvíkurhöfn bjó Bergþór um borð í honum.
Nöfn: Ásbjörn RE 400, Búrfell ÁR 40, Búrfell KE 140, Búrfell KE 45, Búrfell EA 930 og Ásbjörn
02.11.2013 21:00
Steini Vigg SI 110

1452. Steini Vigg SI 110, á Siglufirði © mynd shipspotting, John Grace, 3. sept. 2013
02.11.2013 20:15
Gitte Henning hefur landa 1500 tonnum af síld síðustu daga
Elfar Jóhannes Eiríksson, Noregi: Hérna í Fosnaåg hefur síðustu daga hefur Danska uppsjávarveiðiskipið Gitte Henning landað 1500 tonnum af Síld. Það sem gerir skipið frábrugðið mörgum öðrum skipum er að kvóti þess er það mikill að þeir eru í vandræðum að fiska hann allan á fiskveiðiárinu. Til að bregðast við þessu er útgerðin að láta byggja annað skip sem kemur til að taka hluta kvótans í framtíðinni. Til gamans má geta þess að áætlað verðmæti, skv bestu uppl, er um 1 miljarður Noskra króna eða um 20 miljarðar Íslenskra króna.( Kvóti + skip)

Gitte Henning S 359, í Fosnavåg, Noregi © mynd Elfar Jóhannes Eiríksson, 2. nóv. 2013
02.11.2013 20:00
Von ÞH 54

1432. Von ÞH 54, á Húsavík © mynd shipspotting, John Grace, 19. sept. 2011
02.11.2013 19:00
Snæfell EA 310

1351. Snæfell EA 310, á Akureyri © mynd shipspotting, John Grace, 2. sept. 2013
02.11.2013 18:15
Þyrlan flaug með búnað til Þórs
mbl.is:
Varðskipið Þór sprautar á flutningaskipið Fernanda eftir því sem aðstæður leyfa. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Varðskipið Þór er enn við slökkvistörf vestur af Faxaflóa, vegna elds um borð í flutningaskipinu Fernanda. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA flaug á vettvang í dag til að aðstoða við að meta aðstæður og koma búnaði til björgunarmanna.
Sex slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru um borð í Þór.
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er staðan svipuð og fyrr í dag. Enn er leitast við að draga úr hita í skrokki skipsins og sprautar varðskipið Þór á skipið eftir því sem aðstæður leyfa.
Aðgerðir miðast sem fyrr við að tryggja öryggi og draga úr hættu á mengun, en um 100 tonn af olíu eru um borð í flutningaskipinu. Aðgerðum verður haldið áfram og staðan endurmetin ef breyting verður á.
Þór hefur nú unnið að björgun flutningaskipsins í þrjá sólarhringa en strax á fyrsta sólarhring voru aðgerðir þær umfangsmestu sem varðskipið hefur sinnt til þessa en það hefur legið við bryggju bróðurpart ársins.
Varðskipið Þór sprautar á flutningaskipið Fernanda eftir því sem aðstæður leyfa.
02.11.2013 18:00
Brimill

1344. Brimill, á Hvammstanga © mynd shipspotting, John Grace, 5. sept. 2013
02.11.2013 17:00
Mánaberg ÓF 42


1270. Mánaberg ÓF 42, á Siglufirði © myndir Hreiðar Jóhannsson, 30. okt. 2013
02.11.2013 16:00
Harpa HU 4

1126. Harpa HU 4, á Hvammstanga © mynd shipspotting, John Grace, 5. sept. 2013
02.11.2013 15:10
Ölver Guðnason, á landleið með fullan bát

Sea Hunter M-80-SJ © mynd Pál Stian Eriksen
02.11.2013 15:00
Magnús Geir KE 5, á Siglufirði

1039. Magnús Geir KE 5, á Siglufirði © mynd shipspotting, John Grace, 3. sept. 2013


