Færslur: 2013 Nóvember
03.11.2013 21:15
Einar Örn Einarsson: Skip í höfninni í Luganda, í Angola, í dag











Skip, á höfninni, í Luganda, í Angola, í dag © myndir Einar Örn Einarsson, 3. nóv. 2013
03.11.2013 21:00
Faxi RE 9, í Grundarfjarðarhöfn

1742. Faxi RE 9, í Grundarfirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í okt. 2013
03.11.2013 20:00
Málmey SK 1

1833. Málmey SK 1, á Blönduósi © mynd shipspotting, John Grace , 4. sept. 2013
03.11.2013 19:00
Sæbjörg

1627. Sæbjörg, í Reykjavík © mynd shipspotting, John Grace, 21. sept. 2011
03.11.2013 18:50
Verður Þór dreginn undir Vogastapa og síðan inn á Sundin í Reykjavík?
Svona miðað við veðurspá, þá sýnist mér að í nótt og í fyrrmálið verði mesta skjólið undir Vogastapa og síðan á sundunum við Reykjavík, enda voru það fulltrúar Faxaflóahafna svo og Hafnarfjarðarhafnar, sem voru á samráðsfundinum í dag. Eftir að hafa skoðað skipið hlýtur það því að verða annað hvort Hafnarfjörður að Reykjavík sem fær að hafa skipið einhvern tíma.

Hér er mynd sem sýnir þegar 2769. Þór dró Fernöndu út úr Hafnarfirði og 2489. Hamar fylgist með © mynd visir.is 1. nóv. 2013
AF FACEBOOK:
Emil Páll Jónsson þarna talaði ég um það ef skipið yrði dregið inn á Faxaflóa, en auðvitað er best að fara í var upp við Reykjanesskagann og þá frá Reykjanesi og í átt að Höfnum og samkvæmt fréttum RúV virðist það vera það sem verður gert.
03.11.2013 18:00
Dröfn RE 35 að mæla síldarstofninn í Breiðafirði



1574. Dröfn RE 35, að mæla síldarstofninn í Breiðafirði © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 30. okt. 2013
03.11.2013 17:00
Dröfn, Farsæll, Sóley, Hringur, Beitir, Faxi, Kap og Þinganes

1574. Dröfn RE 35, í höfn á Grundarfirði

1574. Dröfn RE 35, 1629. Farsæll SH 30 og 1674. Sóley SH 124, í höfn í Grundarfirði

1574. Dröfn RE 35, 1629. Farsæll SH 30, 1674. Sóley SH 124, 2685. Hringur SH 153, 2730. Beitir NK 123, 1742. Faxi RE 9, 2363. Kap VE 4 og 2040. Þinganes SF 25, í Grundarfjarðarhöfn © myndir Faxagengið, faxire9.123.is í okt. 2013
03.11.2013 16:10
Ásbjörn RE 50, í slipp

1509. Ásbjörn RE 50, í Reykjavíkurslipp © mynd shipspotting, John Grace, 21. sept. 2013
03.11.2013 15:50
Stafnes KE 130, í Keflavíkurhöfn í dag

964. Stafnes KE 130, í Keflavíkurhöfn í dag, en þangað kom það rétt fyrir hádegi, frá þjónustu við olíuleitina norður í höfum © mynd Emil Páll, 3. nóv. 2013
03.11.2013 15:30
Sylvía og Faldur

1468. Sylvía og 1267. Faldur, á Húsavík © mynd shipspottin, John Grace, 19. sept. 2011
03.11.2013 14:00
Lögregla og slökkvilið um borð í Haferni



1438. Haförn KE 14, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, fyrir xx árum
Ekki er ég viss hvað þarna var á ferðinni, en grunar þó helst á að leki hafi komið að bátnum og slökkviliðsmenn séu eða hafi verið að dæla upp úr lest hans og lögreglan sé að gera skýrslu um málið.
03.11.2013 13:00
Trausti II KE 79


1141. Trausti II KE 79, að sigla inn Stakksfjörð © myndir Emil Páll
Smíðaður hjá Bátalóni hf., í Hafnarfirði 1971. Sökk við Eldeyjarboða, 17. apríl 1994.
Nöfn: Guðrún Ágústsdóttir SH 202, Ósk ÁR 202 og Trausti II KE 79
03.11.2013 12:00
Dagfari GK 70, drekkhlaðinn í Sandgerði




1037. Dagfari GK 70, í Sandgerðishöfn © myndir Emil Páll, einhvern tímann nálægt árinu 1995
Smíðanr. 443 hjá Veb. Elbewerft, Boizenburg, Þýskalandi 1967, eitt af 18 systurskipum eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarssonar, Lengdur og yfirbyggður 1977. Endurbyggður í Stálvík hf. Garðabæ 1978 - 1979, eftir bruna út af Vestfjörðum í okt 1978. Stytting 1995. Seldur í pottinn 2005.
Nöfn: Dagfari ÞH 70, Dagfari GK 70 og Stokksey ÁR 40
03.11.2013 11:00
980. Stafnes KE 130

980. Stafnes KE 130, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, fyrir xx árum
Smíðanúmer 1220 hjá Scheepswerft De, Beer N.v. og nr. 202 hjá Sleephelling Masteschappij N.v. eftir teikningur Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur hf. Njarðvík 1982. Seldur í brotajárn til Danmerkur í okt. 2004.
Nöfn: Sigurborg SI 275, Freydís AK 275, Hrönn VE 366, Andvari VE 100, Friðrik Sigurðsson ÁR 107, Friðrik Sigurðsson ÓF 30, Sigurfari ÓF 30 og Stafnes KE 130
03.11.2013 10:00
Hilmir ST 1, i morgunsólinni

565. Hilmir ST 1, í morgunsólinni, í janúar 2006 © mynd Jón Halldórsson, nonni.123.is og holmavik.123.is
Smíðanúmer 1 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf., Keflavík 1942.
Úreldur 20. maí 1995. Settur á land til varðveislu sem safngripur hjá Byggðasafni Stranda- og Húnavatnssýsla og til þess var stofnað félagið Mummi ehf. Í ágúst 2008 krafðist Sveitarstjórn Strandabyggða að báturinn yrði fjarlægður af Hólmanum á Hólmavík, þar sem varðveisla hans hafði ekki tekist betur en svo að auðveldara væri að byggja nýjan bát en endurbyggja þann gamla, Var hann því rifinn 18. des. 2008.
Nöfn: Hilmir GK 498 og Hilmir ST 1
