Færslur: 2013 Nóvember
05.11.2013 17:00
Una SU 3 og Birta SH 707

1890. Una SU 3 og 1927. Birta SH 707, í Sandgerði, í dag © mynd Emil Páll, 5. nóv. 2013
05.11.2013 16:00
Túnfiskveiðibáturinn Jón Gunnlaugs ST 444


1204. Jón Gunnlaugs ST 444, í Sandgerðishöfn í dag © myndir Emil Páll, 5. nóv. 2013
05.11.2013 15:00
Komnir í var undir Helguskeri
ruv.is:

Þór með Fernöndu í dragi fyrir utan Hafnarfjörð. RÚV-mynd: Brynjólfur Þór Guðmundsson.
Varðskipið Þór og flutningaskipið Fernanda eru nú komin í var undan Helguskeri í mynni Hafnarfjarðar. Svo getur farið að skipið verði dregið til hafnar síðar í dag.
Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerða hjá Landhelgisgæslunni segir að skipverjar og slökkviliðsmenn hafi farið um borð í Fernöndu í morgun og séu nú að gera lokaúttekt á því hvort allur eldur sé kulnaður um borð. Verði það staðfest verður skipið hugsanlega dregið til hafnar eftir hádegi í dag, en til stendur að dæla 100 tonnum af olíu úr skipinu.
05.11.2013 14:00
Björg Hauks ÍS 33


2435. Björg Hauks ÍS 33, á Ísafirði © myndir shipspotting, John Grace, 7. sept. 2013
05.11.2013 13:00
Kristín ÍS 141

1767. Kristín ÍS 141, á Ísafirði © mynd shipspotting, John Grace, 7. sept. 2013
05.11.2013 12:00
Gunnar Halldórs ÍS 45

1475. Gunnar Halldórs ÍS 45, á Ísafirði © mynd shipspotting, John Grace, 7. sept. 2013
05.11.2013 10:45
Valur ÍS 20

1440. Valur ÍS 20, á Ísafirði © mynd shipspotting, John Grace, 7. sept. 2013
05.11.2013 10:00
Halldór Sigurðsson ÍS 14


1403. Halldór Sigurðsson ÍS 14, á Ísafirði © myndir shipspotting, John Grace, 7. sept. 2013
05.11.2013 09:00
Gunnbjörn ÍS 302


1327. Gunnbjörn ÍS 302, á Ísafirði © myndir shipspotting, John Grace, 7. sept. 2013
05.11.2013 07:00
María Júlía BA 36

151. María Júlía BA 36, á Ísafirði © mynd shipspotting, John Grace, 7. sept. 2013
05.11.2013 06:05
Þór og Fernanda, utan við Straumsvík

Fernanda © skjáskot af myndbandi sem Gussi tók fyrir Landhelgisgæsluna úr þyrlu í gær er skipin voru við Hafnir, þ.e. 4. nóv. 2013
05.11.2013 06:00
Garðar BA 64



60. Garðar BA 64, Breiðavík, Patreksfirði © myndir shipspotting, John Grace, 9. sept. 2013
04.11.2013 21:23
Ársæll KE 77 í brælu
965. Ársæll KE 77, í brælu á netaslóð ( sjá texta fyrir ofan myndirnar ) © myndir Kristinn heitinn Benediktsson, 1975. Birt með heimild ættingja Kristins heitins.
Smíðanúmer 27 hjá Ulstein Merkaniska Versted, Ulsteinsvik, Noregi 1964, eftir teikningu Sveins Ágústssonar.
Fyrsta íslenska fiskiskipið með bakka-hvalbak. Yfirbyggður hjá Þorgeir og Ellert hf., Akranesi 1977. Lengdur 1978. Skráður sem vinnubátur 1995 og úrelding sama ár. Selt til Færeyja í jan 1996, lagt þá við bryggju í Reykjavík, en fluttur til Njarðvikur 4. jan. 1996. Salan var þó ekki afgreidd fyrr en 17. okt. 1996, en virðist hafa gengið til baka því báturinn var áfram í Njarðvik og síðan tekinn í hús í Njarðvikurslipp 19. mars 2002 til endurbyggingar, en hætt við. Fór síðan í drætti Skarfs GK frá Njarðvik, laugardaginn 8. maí 2004 til Danmerkur í brotajárn.
Nöfn: Ingiber Ólafsson II GK 135, Ársæll KE 77, Ársæll KE 17, Jöfur KE 17, Helga III RE 67, Halldóra HF 61, Snarfari ÓF 25, Snarfari HF 66, Snarfari, Neves, Reynir HF 265 og aftur Snarfari HF 66.
04.11.2013 21:05
Enginn eldur eða reykur sjáanlegur um borð í Fernöndu

Fernanda í dag © skjáskot af myndbandi tekið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Heimasíða Landhelgisgæslunnar:
Mánudagur 4. nóvember 2013
Í dag hefur áhöfn varðskipsins Þórs og slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins kannað aðstæður um borð í flutningaskipinu Fernöndu og virðist enginn eldur eða reykur vera lengur til staðar. Skipið er að kólna og mældist hiti í skipinu hvergi hærri en 40 gráður með hitamyndavél slökkviliðsins.
Ákveðið hefur verið að varðskipið Þór haldi með Fernöndu inn fyrir Garðskaga og leiti vars fyrir ríkjandi vindum. Verður staðan síðan að nýju metin í fyrramálið í samráði við Umhverfisstofnun, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Hafrannsóknarstofnun, Samgöngustofu, hafnaryfirvöld Faxaflóahafna og Hafnarfjarðarhafnar, lögreglu, eigenda skipsins og tryggingafélag.
Myndirnar tók Gassi ljósmyndari í dag úr þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar flogið var með búnað um borð í varðskipið Þór.
AF FACEBOOK:
Emil Páll Jónsson Samkvæmt AIS, eru skipin að nálgast Hafnarfjörð núna um kl. 22.
04.11.2013 21:00
Helga RE 49

2749. Helga RE 49, í Reykjavík © mynd shipspotting John Grace, 21. sept. 2011
