Færslur: 2013 Nóvember
09.11.2013 00:29
Rifsnesið selt Vísi hf., skráð í Kanada

Polarris SF-5-V © mynd MarineTraffic, Bjoern Hansen
Rifsnes SH 44 er selt og fer á línuveiðar við Kanada
Hraðfrystihús Hellissands í Rifi hefur samþykkt kauptilboð á Rifsnesi SH 44. Það er Vísir hf. í Grindavík sem ætlar að kaupa skipið. Rifsnes verður sent úr landi og falið dótturfyrirtæki Vísis-útgerðarinnar í Kanada. Þar verður það skráð undir kanadískum fána til veiða frá Nýfundnalandi. "Ég held að þetta verði þannig fyrsta beitningarvélaskip sögunnar sem gert er út frá Nýfundnalandi," segir Pétur Pálsson framkvæmdastjóri Vísis við Skessuhorn.
Fyrr í haust keypti Hraðfrystihús Hellissands annað línuskip í
stað Rifsness af norskri útgerð. Það heitir Polarbris. Til stendur að
afhenda það í Noregi í næstu viku og sigla því í framhaldinu heim til
Íslands. Polarbris er 775 brúttótonn; 43 metrar að lengd, 9 metrar að
breidd og smíðað 1999. Rifsnes er aftur á móti talsvert minna; 372
brúttótonn, 38 metra langt og 7,8 metrar á breidd. Það var smíðað í
Noregi árið 1968 en er mikið breytt og endurnýjað síðan. "Við höfum
möguleika á að vera með fleiri rekka og króka og lengra úthald. Það er
nóg pláss um borð, þetta er bara spurning um afköst og gæði. Allt er
þetta háð því að koma með sem bestan fisk að landi. Það er það sem
skiptir máli að fara vel með fiskinn og hámarka áreiðanleikann í gæðum
sem og afhendingu," sagði Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri
Hraðfrystihúss Hellissands í samtali við Skessuhorn þegar ákvörðun var
tekin um að kaupa Polarbris í Noregi fyrr í haust. Auk Rifsness gerir
Hraðfrystihúsið út skipið Örvar SH sem er með sambærilegan skipsskrokk
og Polarbris. Það var skipamiðlunarfyrirtækið BB skip Ísland sem hafði
milligöngu um kaupin á Polarbris og söluna á Rifsnesi.
08.11.2013 21:54
Sólplast: Óli G HF 22 sjósettur, Gísli KÓ 10 upp á bryggju og sómi inn í hús
Óli G. HF 22



2604. Óli G HF 22, tekin út úr húsi hjá Sólplasti í dag






Sjósetning hafin





Báturinn kominn á flot og í bakgrunn sést 1909. Gísli KÓ 10


2604. Óli G. HF 22, á Sandgerðishöfn í morgun
1909. Gísli KÓ 10





1909. Gísli KÓ 10, tekinn upp á bryggju í Sandgerði á sama tíma og sjósetning Óla G. fór fram. Þessi bátur er að koma til viðgerðar hjá Sólplasti og verður fluttur fljótlega upp á athafnarsvæði Sólplasts.
Sóminn




Sóminn sem kom í haust til Sólplast og þeir munu fullgera, var tekinn inn í hús nú undir kvöld © myndir teknar í dag, 8. nóv. 2013
08.11.2013 21:15
5 myndir frá Þerney RE 1

Ægir skipstjóri að mæta á vakt og Friðrik yfirstýrimaður fer yfir tog næturinnar

Siggi kokkur að skera purusteikina í hádeginu

Vaktaskiptin í Vélarúminu, Kristján færir í dagbók það sem fram fór á vaktinni hjá honum. Smurt í færibönd á millidekki, þrifið í vélarúmi, lagfært salerni í líkamsræktaraðstöðu, svo eitthvað sé eitthvað sé nefnt

Klukkan 10:00 í morgun var sólin að síga hérna í norður Íshafi

Þessi mynd var tekin í dag kl. 13.08 og tekin frá sama sjónarhorni og önnur mynd sem var tekin 25. okt. kl. 13:04 og er framar í albúmi, en þá var bjartur dagur
© myndir skipverjar á 2203. Þerney RE 1, úr 9. veiðiferð þessa árs og eru myndirnar teknar 7. og 8. nóv. 2013
08.11.2013 21:00
Bylgja VE 75 og Dröfn RE 35

2025. Bylgja VE 75 og 1574. Dröfn RE 35. í Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 21. okt. 2013
08.11.2013 19:00
Kiddi RE 89

2488. Kiddi RE 89, í Hofstaðarvoginum © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í okt. 2013
AF FACEBOOK:
Sigurbrandur Jakobsson Flott að sjá smábáta víða frá landinu, eins og þennan, á síld í Breiðafirði. Vonandi vilja menn ekki þá burtu líka, eins og stóru skipin!!
08.11.2013 18:00
Björg Hallvarðsdóttir AK 15

2789. Björg Hallvarðsdóttir AK-15, í Hofstaðarvoginum © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í okt. 2013
08.11.2013 17:00
Hanna Ellerts SH-4 ex Bóti HF 84 ex Tryggvi Eðvarðs SH 2, í Hofstaðarvoginum


2579. Hanna Ellerts SH-4 ex Bóti HF 84 ex Tryggvi Eðvarðs SH 2, í Hofstaðarvoginum © myndir Faxagengið, faxire9.123.is í okt. 2013
AF FACEBOOK:
Sigurbrandur Jakobsson Góðir karlar þarna á ferð Páll Guðmundsson og Hermundur Pálsson
08.11.2013 16:00
Ver AK 27 í Hofstaðarvoginum

1764. Ver AK-27, í Hofstaðarvoginum © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í okt. 2013
08.11.2013 15:45
Búið að aflétta farbanni á Samskip Arnarfelli
Af heimasíðu Siglingastofnunar:
Flutningaskipið Samskip Akrafell sett í farbann
Við hafnarríkiseftirlit í Sundahöfn 14. október sl. var flutningaskipið m/s Samskip Akrafell sett í farbann. Skipið sem skráð er á Kýpur er undir eftirliti GL, var smíðað árið 1998 og er 4450 brúttótonn að stærð. Útgerð skipsins er Samskip á Íslandi.
Gerðar voru átta athugasemdir við skipið, þar af tvær alvarlegar. Þann 18. október var viðgerð við skipið lokið og farbanni aflétt.

Samskip Arnarfell, í Rotterdam © mynd MarineTraffic, Hannes van Rijn, 28. okt. 2013
AF FACEBOOK:
Sigurbrandur Jakobsson Siglingastofnun er ekki dugleg að uppfæra heimasíðuna sína þetta er svoldið gömul frétt
08.11.2013 15:00
Björg Hallvarðsdóttir AK 15 og Ver AK 27

1764. Ver AK-27 og 2789. Björg Hallvarðsdóttir AK 15, í Hofstaðarvoginum © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í okt. 2013
08.11.2013 13:40
Sigrún RE 303 í Hofstaðarvogi

1642. Sigrún RE 303, í Hofstaðarvogi © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í okt. 2013
08.11.2013 13:00
Fríða SH-565, í Hofstaðarvoginum

1565. Fríða SH-565, í Hofstaðarvoginum © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í okt. 2013
08.11.2013 12:00
Þegar Katla var hætt komin í Keflavíkurhöfn og Eldey bjargaði skipinu og síðan kom Vilborg við sögu

Frétt úr Alþýðublaðinu
31. janúar 1964
Eins og sést á fréttinni hér að ofan var m.s. Katla að leggja frá bryggju í Keflavík, er vélar skipsins tóku ekki við sér og rak skipið þvert yfir höfnina og upp í fjöru. Eldey KE 37, sem var við bryggju fór þegar af stað og dró Kötlu út úr fjörunni. Þegar þeir slepptu dráttartauginni vildi ekki betur til en að hún lenti í skrúfu Eldeyjar. Vilborg KE 51 sem einnig var á staðnum náði að draga Eldey frá fjörunni áður en hún lenti þar.
Hér með færslu þessari birti ég myndir úr safni mínu af Kötlu, Eldey og Vilborgu. Þá er gaman að geta þess að Eldey fékk það góð björgunarlaun fyrir björgunina að ég veit um einn skipverja sem ég held að hafi verið háseti, gat notað þau til íbúðarkaupa, en þann fékk 35 þúsund krónur á þáverandi gengi.


42. Eldey KE 37 © mynd í eigu Emils Páls, ljósmyndari einn velunnari síðunnar

893. Vilborg KE 51 © mynd Snorri Snorrason
08.11.2013 11:00
Askur KE 11, sokkin í Keflavíkurhöfn og síðan sagan og fleiri myndir


Askur KE 11, á botni Keflavíkurhafnar, eftir að eldur hafði komið upp í bátnum, í höfninni og hann sokkið í framhaldi af því, á árinu 1960 © myndir Þórir Ólafsson
Hér fyrir neðan birtist myndir af honum sem Askur KE 11 (líkan) og Hamar GK 32 og svo sagan í stuttu máli

Askur KE 11, líkan eftir Grím Karlsson í Bátasafninu í Duushúsum © mynd Emil Páll, 2010
Hamar GK 32, í Reykjavíkurhöfn © mynd Snorrason
Smíðaður i Hálmstad, Svíþjóð 1946 eftir teikningu Bárðar Tómassonar.
Systurskip bátsins þóttu öll óörugg, enda hvoldu þau mörg og sukku.
Eldur kom upp í bátnum 1960. er hann bar nafnið Askur, í Keflavíkurhöfn og sökk hann. Eftir að hafa verið bjargað upp var hann endurbyggður hjá Dráttarbraut Keflavíkur 1961 - 1962.
Báturinn sökk 30 sm. SA af Snæfellsjökli í fyrstu ferð sinni eftir endurbyggingu á leið á síldarmiðin undan Norðurlandi 30. júní 1962
Nöfn: Finnbjörn ÍS 24, Erlingur V. VE 65, Askur KE 11 og Hamar GK 32


