Færslur: 2013 Nóvember

14.11.2013 18:00

Kambaröst SU 200, í Hull - nú Etale Star frá Walvis Bay, Namibíu


          1497. Kambaröst SU 200, í Hull - nú Etale Star frá Walvis Bay, Namibíu © mynd shipspotting, PWR  20. mars 1989

14.11.2013 17:01

Þórsnes II SH 109 ( skráð SH 209)




             1424. Þórsnes II SH-109, (skráð SH 209), við Ægisgarð í Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  9. nóv. 2013

 

AF FACEBOOK:

Sigurbrandur Jakobsson Hann á að vera SH 209 967 Þórsnes SH 109 er með það númer SH 109

Emil Páll Jónsson Veit það, það er það sem ég var að segja í fyrirsögn

Sigurbrandur Jakobsson merkilegt hvað það hefur komist lengi upp með að trassa að skipta um númer

14.11.2013 16:00

Kleifarberg RE 70 og Skálaberg RE 7


            1360. Kleifaberg RE 70 og 2850. Skálaberg RE-7 við Miðbakka, Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  9. nóv. 2013

14.11.2013 15:29

Rakst utan í tvö skip á Ísafirði

bb.is., í gær:

Togarinn Frosti ÞH frá Grenivík keyrði utan í tvo báta, Örn ÍS og Gunnbjörn ÍS, í Ísafjarðarhöfn á ellefta tímanum í gærmorgunn, þegar hann fékk dekk í skrúfuna og rak um í höfninni. "Frosti var að fara frá bryggju þegar hann fær dekk í skrúfuna, sem er nokkuð algengt í höfninni, og kemur svo rekandi utan í Gunnbjörn. Það sést ekkert á honum sem betur fer en síðan keyrir hann á Örn ÍS en við vorum um borð í honum þá. Þetta var smá högg en ekkert rosalegt. Þetta er trébátur sem gefur náttúrulega eftir. Ég hljóp til og náði í spotta til að binda Frosta við Gunnbjörn svo hann ræki ekki utan í fleiri báta," segir Halldór Magnússon, annar skipverja á Erni ÍS.

Hann segir að nokkrar skemmdir hafi orðið á Erni en ekki alvarlegar. "Það brotnuðu þrjár styttur sem halda uppi skjólborðum," segir Halldór. Harald og Silvia Paul frá Bæjaralandi, sem er syðsta sambandsland Þýskalands, voru einnig stödd í höfninni á skútu sinni og fylgdist Harald með Frosta þegar hann fara frá höfninni og sá því þegar hann fór að reka. Áttaði hann sig strax í hvað stefndi og stökk í gallann og Silvia setti vélina í gang. Með hníf að vopni hélt hann upp á bryggju og stóð þar tilbúinn við landfestarnar tilbúinn til að skera á ef Frosti skyldi reka í átt að skútunni. Að sögn Haralds hefði tekið of langan tíma að leysa festarnar því það hafði snjóað og kólnað verulega í nótt svo spottarnir hefðu verið erfiðir viðfangs og tekið of langan tíma að reyna að leysa. Fylgdust þau Silvia með hvernig Frosti keyrði á Örn og Gunnbjörn en þegar þau sáu skjót viðbrögð þeirra sem voru um borð í bátunum gátu þau andað léttar, hættan var liðin hjá.

Meðfylgjandi myndir tók Harald en þau hjónin halda úti bloggi þar sem þau segja frá ævintýrum sínum á skútunni.


                 2433. Frosti ÞH, rakst utan á báta í höfninni á Ísafirði © mynd Harald Paul

 

AF FACEBOOK:

Emil Páll Jónsson Af bb. núna áðan - Fór ekki utan í Gunnbjörn ÍS
Frosti ÞH frá Grenivík fór ekki utan í Gunnbjörn ÍS að sögn Þorsteins Harðarsonar skipstjóra Frosta en BB greindi frá því fyrr í dag að togarinn hefði rekist utan í tvö skip í Ísafjarðarhöfn, Gunnbjörn ÍS og Örn ÍS. „Ég vil fá að leiðrétta það að Frosti hafi farið utan í Gunnbjörn. Það náðist að setja fríholt á milli sem betur fer svo við fórum ekkert utan í hann,“ segir Þorsteinn. „Það fór vörubílsdekk í skrúfuna og þá klossaðist allt fast þannig að við rákum stjórnlausir í höfninni,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvort skrúfan hafi skemmst við þetta segir hann: „Nei, hún slapp alveg. Kafarinn gat bundið í dekkið ofurtóg [mjög sterk togtaug] og þannig gátum við hýft dekkið í burtu.“

14.11.2013 15:00

Múlaberg SI 22 o.fl.


             1281. Múlaberg SI 22 o.fl. á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 11. nóv. 2013

14.11.2013 14:00

Siglunes SI 70


               1146. Siglunes SI 70, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 11. nóv. 2013

14.11.2013 13:00

Ver KE 45, á ufsa- eða loðnuveiðum í Keflavíkurhöfn




            875. Ver KE 45, á ufsa- eða loðnuveiðum, í Keflavíkurhöfn  © myndir  Þórir Ólafsson

14.11.2013 12:00

Gullþór KE 87, brennur


            721. Gullþór KE 87, á áramótabrennu í Keflavík, 31. des. 1986 © myndir Þórir Ólafsson


Smíðaður á Seyðisfirði 1946. Stækkaður 1949. Úreldur í maí 1986. Brenndur á áramótabrennu í Keflavík, 31. des. 1986.

Nöfn: Pálmar NS 11, Pálmar RE 7, Valur RE 7, Guðmundur Þór SU 121, Dalaröst NS 56, Stakkafell SK 10, Haftindur HF 123, Sigurbjörg VE 62 og Gullþór KE 87

 

14.11.2013 11:00

Manni KE 99, á veiðum (um borð)










         Á 670. Manna KE 99 © myndir Þórir Ólafsson, 1964

14.11.2013 10:00

Guðfinnur KE 32, við bryggju og úti á sjó



         475. Guðfinnur KE 32, við bryggju í Keflavík, i des. 1962






                            Um borð í 475. Guðfinni KE 32, 1963 © myndir Þórir Ólafsson

14.11.2013 09:00

Erlingur KE 20


            391. Erlingur KE 20, að koma inn til Keflavíkur © mynd Þórir Ólafsson

14.11.2013 07:00

Baldur KE 97, í Grófinni


                311. Baldur KE 97, í Grófinni, Keflavík © mynd í eigu Þóris Ólafssonar

14.11.2013 06:00

Ásver VE 355

Ég var á Ásver Ve 355 gosvertíðina 1973 og þá var hann gerður út frá Vestmannaeyjum og þá var nýlega búið kaupa hann til Eyja, af Rikka í Ási, sem var skipstjóri og Garðari Ásbjörnssyni vélstjóra. Við vorum fyrst á loðnuveiðum og lönduðum m. a. oft í Eyjum. Í lok mars var skipt yfir á net og var verið á netum til vertíðarloka. Var mest verið með netin í nágrenni við Eyjar og fiskaðist vel. Við lönduðum í Grindavík og aflanum ekið til Keflavíkur. Kv. Tryggvi Ingólfsson


                                     254. Ásver VE 355 © mynd Snorri Snorrason

13.11.2013 21:07

Um borð í Baldri KE,

Þessa myndasyrpu tók Þórir Ólafsson um borð í Baldri KE, á árunum  1962 eða 1964






























                       Um borð í  Baldri KE 97 © myndir Þórir Ólafsson, 1962 eða 1964

13.11.2013 21:00

Hvítanes

Hópur einstaklinga stofnaði fyrirtækið Kaupskip hf., skráð í Keflavík og keypti skip hingað til lands árið 1963, en sú útgerð náði þó ekki ársafmæli, áður en skipið var selt Jöklum hf. og síðan Eimskipafélagi Íslands og 13 árum eftir að það kom hingað til lands var það selt úr landi.


   216. Hvítanes, í heimahöfn sinni Keflavík © mynd úr FAXA, Heimir Stígsson 1963


            216. Hvítanes, í heimahöfn sinni Keflavík © mynd í eigu Emils Páls, ljósm.: ókunnur

Smíðanúmer 314 hjá August Pahl, Hamborg, Þýskalandi 1957. Sjósett 23. mars 1957 og afhent í nóv. 1957. Hvítanes var afhent Kaupskipi hf., í Hamborg 2. október 1963, en kaupsamningur var gerður 9. júlí. Kom til heimahafnar í Keflavík 31. janúar 1964.

Seldur úr landi til Kýpur 15. maí 1976, þaðan til Grikklands, síðan til Panama og að lokum á einhvern óþekktan stað. Skipið brann 19. des. 1986, í höfninni i Muhammed Bin Qasim. Rifinn 1. mars 1987 í Gadani Beach.

Nöfn: Steendíak, Hvítanes, Vatnajökull, Laxfoss, Sunlink, Aetos, Sadaroza og Faisal I