Færslur: 2013 Nóvember
15.11.2013 13:36
Fjölskyldufyrirtæki með 350 manns í vinnu
mbl.is:
„Nóvember er einn besti mánuður ársins í sjávarútveginum. Það á ekki síst við þessa dagana, þegar aflabrögð eru góð, vinnslan í landi gengur vel og markaðsstarf sömuleiðis,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík.
Á bilinu 60-70% afurða fyrirtækisins er saltfiskur sem fer til fastra kaupenda okkar á Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Í umfjöllun um fyrirtækið í Morgunblaðinu í dag segir hann mikla eftirspurn eftir fiski á öllum mörkuðum.
Vísir er eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Heildarkvóti er 16 þúsund tonn; skráður á fimm skip félagsins, það er Pál Jónsson GK, Kristínu GK, Sighvat GK, Fjölni SU, og Jóhönnu Gísladóttur ÍS. Ríflega helmingur aflaheimilda er í þorski og er sótt stíft í hann um þessar mundir. Munar þar talsvert um kvótaaukningu þessa árs, en þar fékk Vísir um 1.000 tonn í viðbót.
15.11.2013 13:00
Polar Prinsess GR 14-49, seld frá Grænlandi til Rússlands

Polar Prinsess GR 14-49, seld frá Grænlandi til Rússlands © shipspotting
15.11.2013 12:00
Vöggur GK 204, Árni Geir KE 31, hugsanlega Guðfinnur KE 32, Askur KE 11 sokkinn og fl.
Fyrir nokkrum dögum birti ég mynd sem Þórir Ólafsson tók af Aski KE 11, sokknum við bryggju í Keflavík. Nú kemur önnur mynd af bátnum sokknum, en frá öðru sjónarhorni, engu að síður segi ég ekki meira frá honum nú, en gerði það þegar ég birti hinar myndirnar.
Á þessari mynd sem Þórir tók í Keflavíkurhöfn, má einnig sjá fjóra aðra báta sem eru 911. Vöggur GK 204, 288. Árni Geir KE 31, sennilega 475. Guðfinnur KE 32 og þann fjórða þekki ég ekki.
![]()

Askur KE 11, á botni Keflavíkurhafnar, 911. Vöggur GK 204, 288. Árni Geir KE 31, sennilega 475. Guðfinnur KE 32 og einhver sem ég þekki ekki © mynd Þórir Ólafsson
AF vefpósti:
Frá góðum velunnara síðunnar: Þetta er ekki Guðfinnur hann var með öðru vísi afturenda. Mér dettur í hug að þetta geti verið Hrönn II. GK (588) eða sem var reyndar ekki hvít sá bátur var með svona dökkt stýrishús reyndar var Ólafur Magnússon líka með dökkt stýrishús eða Guðbjörg GK 220 (473) og báturinn þar fyrir innan gæti verið Manni KE 99 ég held að hann hafi verið með Decca radar.
Þetta eru ekki nein heilög sannindi bara eitthvað sem mér finnst líklegt.
15.11.2013 11:00
Fernanda, rifin í Helguvík?

2769. Þór sprautar á Fernöndu í Hafnarfirði, á dögunum © mynd shipspotting, gesturleo, 1. nóv. 2013 - Nú hefur Hringrás tekið að sér að brjóta Fernöndu niður og verður það trúlega gert í Helguvík. Rætt er um að gera lænu upp í fjöruna og renna skipinu í hana og moka síðan að, yrði þá það sama aðferðin og þegar gamla varðskipið Þór var rifin þar fyrir nokkrum misserum
15.11.2013 09:00
Háberg GK 299, við ísbrúnina


1006. Háberg GK 299, á veiðum við ísbrúnina © myndir Magnús Þorvaldsson
15.11.2013 07:00
Reykjaröst KE 14 o.fl. í Keflavíkurhöfn

731. Reykjaröst KE 14 o.fl. í Keflavíkurhöfn © mynd Þórir Ólafsson
15.11.2013 06:00
Huginn, Faxavík, Ingólfur o.fl.

590. Huginn, Faxavík KE 65, Ingólfur KE 12 og fl. í Keflavíkurhöfn © mynd Þórir Ólafsson
15.11.2013 05:38
Síldarskip veiða vel í Norður Noregi

Síldarskip að landa síld í Senjahopen í Tromsfylki, Noregi © mynd Elfar Jóhannes Eiriksson, 14. nóv. 2013
14.11.2013 21:18
10 mynda syrpa frá Þerney RE 1, sem nú er á heimleið úr Barentshafi

Trollið rifið og hér sést Birgir Birgisson að störfu við bætingu, í fimbulkuldanum í Norður-Íshafi, þann 10. nóv. 2013

Kvöldmaturinn alveg að vera klár hjá Sigga, Laxinn sem kom í trollið í gær, gufusoðinn í heilu og glæsilega skreyttur, þarna fjæst á borðinu ( 10.11.)

Verið að smíða stykki í roðvélina fyrir Skúla og Júlla, sem ekki reyndist vera til á lagernum. (Hjalti Gunnarsson, að verki) þann 12. nóv.

Marin mennirnir Júlli og Skúli að vinna við roðvélina (12.11.)

Afmælisveisla til heiðurs Frikka, sem situr fjæðst vinstra megin á myndinni (12.11.)

Örvar og Arnar að þrífa lensibrunna á vinnsluþilfari ( 12.11.)

Lárus og Ívar sultuslakir, en sögðust vera ný sestir niður þegar fréttaritari mætti á svæðið (12.11.)

Höfðinginn frá Ólafsfirði, Björn Þorsteinsson á stímvakt (12.11.)

Svona leit þetta út á Mazsea - tölvunni, í kvöld, 13. nóv.

Það smá saxast á mílurnar, 18 m/s núna í kvöld og leiðinda sjólag (14. 11.)
© myndir frá 2203. Þerney RE 1, teknar aðallega af Hjalta Gunnarssyni, vélstjóra, daganna 10. til 14. nóv. 2013
14.11.2013 21:00
Laugarnes


2305. Laugarnes, í Reykjavík © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 9. nóv. 2013
14.11.2013 20:43
Berglín GK, strandaði á Ísafirði í dag
dv.is:
Togarinn Berglin frá Sandgerði strandaði lenti þversum og strandaði í Sundunum í mynni Ísafjarðarhafnar í dag. Björgunarskipið Sturla Halldórsson dró skipið til hafnar.
„Þetta var nú bara minni háttar, þetta gerist stundum,“ segir Guðmundur Kristjánsson hafnarstjóri í samtali við DV. Erfitt skyggni er á Ísafirði og nokkur vindur en skipið er nú komið við bryggju.
14.11.2013 20:00
Bylgja VE 75, að landa á Ísafirði

2025. Bylgja VE 75, að landa á Ísafirði © mynd bb.is 11. nóv. 2013

Kristín GK á siglingu út úr höfninni í Grindavík. mbl.is/Sigurður Bogi

