Færslur: 2013 Júní
26.06.2013 13:40
Vigri RE 71
![]() |
2184. Vigri RE 71, í Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 24. júní 2013 |
26.06.2013 12:49
Helga María AK 16
![]() |
1868. Helga María AK-16, í Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 24. júní 2013 |
26.06.2013 11:12
Sólborg RE 270




2464. Sólborg RE 270, í Reykjavíkurhöfn © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 24. júní 2013
26.06.2013 10:45
Háberg EA 299
![]() |
2644. Háberg EA 299 © mynd Sigurgeir Sævaldsson, mynd frá Þór Magnasyni |
26.06.2013 10:00
Jón Pétur ST 21


1786. Jón Pétur ST 21, framan við Skipasmiðjuna Hörð í Sandgerði, tilbúinn til sjósetningar


1786. Jón Pétur ST 21, í Sandgerðishöfn © myndir Emil Páll, 1987
Álbátur með smíðanúmer 3 hjá Skipasmíðjunni Herði hf. í Sandgerði og hafði verið í smíðum frá 1982 til 1987. Brann 1. sept. 1988 á Faxaflóa. Flakið var dregið af Sandgerðingi GK 268, til Sandgerðis 2. sept. 1988. Síðan var flakið tekið upp í Njarðvikurslipp þar sem breytingum og endurbótum lauk 18. ágúst 1990, en þær annaðist Stefán Albertsson
Farga átti bátnum 24. febrúar 1995 en hætt var við það og henn seldur til Færeyja síðar það sama ár.
Nöfn: Jón Pétur ST 21, Jón Pétur II ST 21, Jón Pétur ST 211, Abba GK 247, Abba (Færeyjum), Vikartindur, Vikartindur I og 2004 fékk hann nafnið Fiskatangi FD 1209, síðan veit ég ekkert um hann.
26.06.2013 08:45
Katrín GK 98


1764. Katrín GK 98, eftir að hafa verið hleypt af stokkum hjá Bátalóni í Hafnarfirði, 28. feb. 1987 © myndir Emil Páll

1764. Katrín GK 98, við bryggju í Sandgerði © mynd Emil Páll
Skrokkurinn var steyptur sem smíðanr. 24 hjá Guðmundi Lárussyni, Skagaströnd 1983-1984. Innréttaður og fullkláraður hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði með smíðanúmer 471 frá þeirri stöð. Honum var hleypt af stokkum 28. febrúar 1987 og afhentur 7. mars það ár. Lengdur 1991.
Allt árið 2006 og 2007 stóð báturinn uppi á hafnargarðinum í Sandgerði, þar sem annað slagið var unnið við að gera við stefni hans og setja á hann nýtt perustefni. Á þessum tíma var báturinn afskráður sem fiskiskip og skráður sem skemmtibátur. Þá fór hann á nauðungaruppboð þar sem tveir menn keyptu hann á lítinn pening og gerðu hann upp sjálfir án þess að taka nokkurt lán. Var vélin sem annað rifin niður í smáhluti og gerð upp að nýju. Lauk endurbótum 25. júlí 2009.
Nöfn: Katrín GK 98, Óskasteinn GK 216, Hraunsvík GK 68, Anton GK 68, Prince Albert KE 8 og núverandi nafn: Ver AK 27.
26.06.2013 07:00
Hafborg KE 85 og Jón Pétur ST 21
![]() |
1350. Hafborg KE 85, 1786. Jón Pétur ST 21 o.fl. í Sandgerði fyrir löngu síðan © mynd Emil Páll |
26.06.2013 06:00
Júlíus GK 167 og Ígull GK 5
![]() |
1769. Júlíus GK 167 og 6819 ( B1819). Ígull GK 5 í Sandgerði fyrir áratugum © mynd Emil Páll
25.06.2013 23:00
Síðari hluti mynda úr 5. veiðiferð Þerneyjar RE 1, sem er að ljúka
Fyrir um 4 klukkustundum settu þeir þessi skilaboð inn á síðuna sína:
Hættir veiðum í bili, lestin er full og þá höfum við ekkert að gera lengur á sjó, löndunarstrákarnir í höfuðborginni verða ekki í vandræðum með að losa skipið á morgun fyrir okkur og svo siglum við aftur á miðin um leið og þeir hafa klárað en reikna má með að það verði kl.22:00 sem við látum úr höfn. Það er því vinsamleg ábending til þeirra kvenna sem eiga þessa jaxla hérna um borð að kaupa steik á grillið og einn lítinn öllara (passa að það sé nóg gas á kútnum) og ekki láta þá slá blettinn eða eitthvað álíka.
Overandout
Það er því ekki seinna vænna að ljúka myndasyrpu frá þeim úr þessari veiðiferð sem er sú 5. á yfirstandandi ári og koma hér því seinni hluti syrpunnar:

Það klárast stundum eldsneytið og þá hlaða menn batterýin þegar stund gefst milli stríða og mæta ferskirtil leiks eftir 10 mín. lúr

Örvar og Keli við kvöldverðarborðið

Reffilegur meistarinn að steikja franskar með kjúklingnum

Ný vaknaðir og ferskir. Siglfirðingurinn Anton Páll, Vestfjarðarvíkingurinn Addi Sæm og Júlli marin, nýi maðurinn sem við fengum af Helgu Maríu AK

Skipstjórinn Ægir, Kristján vélstjóri og Valdi og samkvæmt venju var Kristján með fría næringaráðgjöf fyrir þá sem vilja, en hann er ötull baráttumaður um holt og gott mataræði

Óli að koma upp úr frystilestinni - 32°C og kíkti aðeins niður í bræðslu í + 38°C

Þórarinn að velta fyrir sér hvort hann eigi að byrja að þrífa fresta eða aftasta tækið. Valkvíði ???

Fyrsti makríl-skammturinn, 7-8 tonn

Nóg að gera við að koma makrílnum í frost

Þetta mjakast, komið í 5 tæki af 7

Formaðurinn að taka úr tækinu ,,blokk frosinn makríll"

Strákarnir í blíðviðrinu í dag (sl. laugardag), að gera klár til að láta fara aftur

Dásamlegt veður, sést aðeins móta fyrir Mýrdalsjökli í fjaska

Meistarakokkurinn Eyþór Kristjánsson, gefur ekkert eftir í líkamsræktinni. Hér er tekið á því á dekkinu, armbeygjur, upphífingar, stigahlaup o.fl.

Þetta er tekið að kvöldi 22.6., það hækkar hratt í lestinni, þegar yfir 2500 kassar fara niður á sólarhring (Björninn er þarna aftast, sést aðins í hramminn á honum)

Þetta er tekið í morgun, 25.6.,en hér er ,,Polar Björn" eða ,,Ísbjörn" sem staðið hefur vaktina í frystilestinni, ásamt fleiri góðum drengjum

Gamli jaxlinn, Ægir Fransson skipstjóri aðeins að kíkja á, hvað var í þessu

O, litli kútur að leika sér í playstation. Keli yfirvélstjóri spilar golf i leikjatölvunni af miklum móð
Úr 5. veiðiferð 2013 © myndir og texti: Skipverjar á 2203. Þerney RE 1
25.06.2013 22:15
Haukur Böðvarsson ÍS 847, fyrir og eftir sjósetningu og sagan skipsins í prent máli

1686. Haukur Böðvarsson ÍS 847, tilbúinn til sjósetningar hjá Vélsmiðjunni Herði hf., Njarðvík 1984.

1686. Haukur Böðvarsson ÍS 847, eftir sjósetningu © myndir Emil Páll, 1984 og 1985
Smíðanúmer 3 hjá Vélsmiðjunni Herði hf., Njarðvík 1985. Gefið nafn 25. ágúst 1984, sjósettur 28. ágúst og afhentur Þorsteini hf., 28. janúar 1985.
Kom fyrst til Suðurnesja undir Gullþórsnafninu á skírdag, 12. apríl 1990 og þá til Njarðvíkur.
Fyrsta skipið hérlendis með MTU-vél.
Lengdur, breikkaður, settar nýjar síður og perustefni hjá Naval skipasmíðastöðinni í Gdynia, Póllandi 1996. Framkvæmdir tóku fimm mánuði og lauk þeim í október. Ný brú, nýr afturendi, lenging o.fl. unnin hjá Skipasmíðastöðinni Morcsa í Póllandi hausti 2000.
Nöfn: Haukur Böðvarsso ÍS 847, Gullþór KE 70, Gullþór EA 701, Kristján Þór EA 701, Gunnbjörn ÍS 302, Gunnbjörn ÍS 307 og núverandi nafn: Valbjörn ÍS 307.
25.06.2013 21:37
Hrönn KE 56 og Grétar eða Þórey GK 123
![]() |
1601. Hrönn KE 56 og 6433 (B 1533.) Grétar eða Þórey GK 123 í Njarðvíkurhöfn, fyrir xx árum © mynd Emil Páll |
25.06.2013 21:01
síðari hluti þerneyjarsyrpu kvöld
Í kvöld birtist hér síðari hlutinn af myndasyrpu þeirra Þerneyjarmanna, úr yfirstandandi veiðiferð. Birti ég hér texta sem þeir settu á síðuna sína í kvöld svo og mynd af skipstjóranum.
Hættir veiðum í bili, lestin er full og þá höfum við ekkert að gera lengur á sjó, löndunarstrákarnir í höfuðborginni verða ekki í vandræðum með að losa skipið á morgun fyrir okkur og svo siglum við aftur á miðin um leið og þeir hafa klárað en reikna má með að það verði kl.22:00 sem við látum úr höfn. Það er því vinsamleg ábending til þeirra kvenna sem eiga þessa jaxla hérna um borð að kaupa steik á grillið og einn lítinn öllara (passa að það sé nóg gas á kútnum) og ekki láta þá slá blettinn eða eitthvað álíka.
Overandout
![]() |
Gamli jaxlinn, Ægir Franzson skipstjóri aðeins að kíkja á hvað var í þessu © mynd skipverja á 2203. Þerney RE 1 - 25. júní 2013 |
25.06.2013 20:55
Er útgerð Fjólu KE komin í þrot?
![]() |
|
Samkvæmt heimildum mínum eru komnir erfiðleikar með að halda áfram að betrumbæta Fjólu KE. Í allan vetur hafa staðið yfir breytingar í þá átt að jarðeðlisfræðingar gætu haft aðsetur í því plássi sem var lest bátsins. Var þetta gert vegna ferða til Grænlands sem eru eða voru á dagskrá í sumar, eins og raunar í fyrrasumar. Telja menn jafnvel að útgerð skipsins sé komin í sama farveg og fleiri fyrirtækis sem þessir menn hafa komið að á undanförnum árum. |
25.06.2013 20:42
Er Gerður ÞH, loksins að fara á flot?
![]() |
Er 1125. Gerður ÞH, loksins að fara á flot úr Njarðvikurslipp? Nei svo gott er það ekki, heldur er það flóðastaðan nú þegar straumur er hvað hæstur, sem villir mönnum um sín © mynd Emil Páll, í kvöld, 25. júní 2013 |










