Færslur: 2013 Júní
28.06.2013 18:14
Stefnir ÍS 28
1451. Stefnir ÍS 28 © mynd Jónas Jónsson, í júní 2013
28.06.2013 17:32
Arnarberg ÁR 150

1135. Arnarberg ÁR 150, í Þorlákshöfn © mynd Jónas Jónsson, í júní 2013
Smíðanúmer 12 hjá Stálvík hf., Arnarvogi, Garðahreppi 1970, eftir teikningu Ágústs G. Sigurðssonar. Kom fyrst til heimahafnar í Vestmannaeyjum 20. febrúar 1970. Lengdur Hollandi 1974. Yfirbyggður hjá Skipasmiðjunni Herði hf., Njarðvik 1979 og lengdur aftur, nú í Vestmannaeyjum 1988.
Nöfn: Þórunn Sveinsdóttir VE 401, Kristbjörg VE 901, Kristbjörg VE 701, Kristbjörg VE 70, Fjölnir GK 7, Fjölnir GK 257, aftur Fjölnir GK 7, Fjölnir ÍS 7, Fjölnir II GK 219 og núverandi nafn: Arnarberg ÁR 150.
28.06.2013 16:45
Þórshamar RE 28 og Erlingur VE 295

607. Þórshamar RE 28 og 392. Erlingur VE 295, í slippnum í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll, á áttunda áratug síðustu aldar
392.
Smíðaður hjá Friðrikssund Skipsverft, Freerikssund, Danmörku 1930. Átt að gera að safngrip í Vestmannaeyjum 25. okt. 1990. Er ekki viss hvort þau áform urðu.
Strandaði í sinni fyrstu heimferð í Garðinn, á Mýrdalssandi við Slýjafjöru 2. okt. 1930. Brotnaði og sökk í sandinn. Tekinn af skrá. Síðan bjargað úr sandinum og settur aftur á skrá 1933 eftir að hafa verið endurbyggður hjá Dráttarbraut Vestmannaeyja.
Nöfn: Gardi, Erlingur GK, Erlingur VE 295, Erlingur I VE 295, aftur Erlingur VE 295 og Erlingur Rán HF 342. Var með nafnið Erlingur VE í 57 ár.
607.
Smíðaður í Danmörku 1934. Sökk í Keflavíkurhöfn og fljótlega eftir að honum var náð upp var hann fluttur til Vestmannaeyja, þar sem hann dagði uppi í slippnum. Formlega var hann þó talinn ónýtur og tekinn af skrá 25. júlí 1973.
Nöfn: Huginn III ÍS 93, Víðir GK 510, Ísleifur III VE 336 og Þórhamar RE 28.
28.06.2013 15:45
Hvanney SF 36, löskuð í Keflavíkurhöfn

469. Hvanney SF 36, löskuð í Keflavíkurhöfn,( sjá hér fyrir neðan) © mynd Emil Páll, 1986
Smíðaður í Fredrikssund í Danmörku 1961. Tekinn af skrá 1986. Ástæðan var að hann sökk í Hornarfjarðarhöfn eftir að togarinn Þórhallur Daníelsson SF 71 bakkaði stjórnlaust á hann 13. jan. 1986. Bátnum var bjargað upp og var Björgunarfélaginu gefinn hann, en það seldi hann síðan til Dráttarbrautar Keflavíkur sem ætlaði að endurbyggja bátinn. Þótt ótrúlegt sé þá sigldi báturinn fyrir eigin vélarafli til Keflavíkur og var fljótlega tekinn upp í slipp hjá Dráttarbrautinni. En þar sem ljóst varð fljótlega að hann myndi ekki fást aftur skráður varð bið á endurbyggingu. Er Dráttarbrautin varð síðan gjaldþrota var endanlega ákveðið að endurbyggja hann ekki. Var hann því bútaður í tvennt 23. maí 1990 og brendur á áramótabrennu við Aðalgötu í Keflavík sama ár.
Nöfn: Guðbjartur Kristján ÍS 268, Dan ÍS 268, Hvanney SF 51, Lundey SF 61, Andri SF 50 og Hvanney SF 36
28.06.2013 14:45
Ónýtur eftir sjótjón - Bliki GK 65

423. Bliki GK 65, í Keflavíkurhöfn og hér sést greinilega að frammastrið brotnaði m.a.


423. Bliki GK 65, hér er verið að láta fjara undan honum til að skoða tjónið betur © myndir Emil Páll í maí 1986.
Smíðaður á Siglufirði 1960. Báturinn var nýkeyptur frá Ólafsvík í maí 1986 og var á leið til nýrrar heimahafnar á Neskaupstað, er hann lenti í stórsjó á Faxaflóa og komst við illan leik til Keflavíkur. Eins og sést á efri myndinni brotnaði m.a. frammastrið, en skemmdir voru þó meiri en það og því fóru leikar þannig að hann var dæmdur ónýtur vegna fúa og brenndur á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. des. 1987.
Nöfn: Nonni SK 101, Freyja SU 311, Bliki SH 35 og Bliki GK 65.
28.06.2013 13:45
Þröstur KE 51 - í dag Maron HU 522 - elsti stálfiskibátur landsins sem enn er í drift


363. Þröstur KE 51, í Keflavíkurhöfn - í dag Maron HU 522 - © myndir Emil Páll - Elsti stálfiskibátur landsins sem enn er í drift - sjá söguna hér fyrir neðan:
Smíðaður í Skipasmíðastöðinni Holland Launch, NV. Amsterdam, Hollandi 1955 eftir teikningu W. Zwolsmann, Hollandi. Stórviðgerð Keflavík 1972. Lengdur 1988. Nýtt þilfarshús Hafnarfirði 2002.
Nöfn: Búðafell SU 90, Hópsnes GK 77, Hafberg GK 77, Hafberg GK 377, Torfhildur KE 32, Bjarney SH 230, Þröstur HU 131, Þröstur ÍS 222, Þröstur HF 51, Þröstur KE 51, Ósk KE 5, Þórunn GK 97 og núverandi nafn: Maron GK 522
28.06.2013 13:06
Einn Vestfirskur
![]() |
Einn vestfirskur © mynd af mynd Jónas Jónsson, 2013 |
28.06.2013 12:44
Erlingur VE 295
![]() |
| 392. Erlingur VE 295, í slipp í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll, á 8. eða 9. áratug síðustu aldar |
28.06.2013 10:56
Flottur fyrir framan höfuðstöðvarnar
Hér sjáum við flottan bát í morgun fyrir framan höfuðstöðvar fyrirtæksins. - Allt um það í kvöld, er ég birti myndasyrpu um bátinn og kannski fleiri báta um leið sem tengjast óvænt-
![]() |
- Allt um þetta í kvöld og kannski meira til - |
28.06.2013 09:05
Andey ÁR 10, á Selvogsbanka



2405. Andey ÁR 10, á Selvogsbanka © myndir Gísli Unnsteinsson, 2013
28.06.2013 08:39
Baldvin Njálsson GK 400, á Selvogsbanka
![]() |
||
|
|
28.06.2013 07:02
Barðinn GK 475


160. Barðinn GK 475, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © myndir Emil Páll
Smíðaður í Risör, Noregi 1960.
Strandaði við Dritvík á Snæfellsnesi, 14. mars 1987 og við hrikalegar aðstæður tókst áhöfn TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar að bjarga allri áhöfninni 9 manns, heilum á húfi.
Nöfn: Ólafur Bekkur ÓF 2, Valafell SH 157, Goðaborg ÁR 16, Jón Sturlaugsson ÁR 7, Barðinn RE 243 og Barðinn GK 475.
28.06.2013 06:00
Fönix ST 177
![]() |
177. Fönix ST 177, á Hólmavík © mynd Jónas Jónsson, 2013 |
27.06.2013 22:30
Freyja II RE 69








1590. Freyja II RE 69, á Reykjavíkurhöfn © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 24. júní 2013







