Færslur: 2013 Júní

04.06.2013 17:45

Freyja GK 364 o.fl.

 

             426. Freyja GK 364 o.fl. Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, fyrir mörgum árum

04.06.2013 16:45

Þröstur BA 48


             422. Þröstur BA 48, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll

Smíðaður í Danmörku 1934. Lengdur 1962. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 10. jan. 1984.

Nöfn: Freyja GK 494, Freyja SH 125, Freyja AK 125, Freyja RE 130, Freyja KE 10, Freyja GK 48 og Þröstur BA 48

04.06.2013 15:45

Ásborg RE 50 - í dag Fjóla KE 325

          245. Ásborg RE 50, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll - í dag Fjóla KE 325

 

04.06.2013 14:45

Vonin KE 2, Hagbarður KE 116, Hólmsberg KE 16, Aðalvík KE 95 o.fl.

 

        221. Vonin KE 2, 144. Hagbarður KE 116, 180. Hólmsberg KE 16, óþekktur , 1348. Aðalvík KE 95 og erlent skip í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, fyrir xx árum

04.06.2013 13:48

Jón á Hofi ÁR 42 - mynd og sagan í stuttu máli


                            203. Jón á Hofi ÁR 42 © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 1317 hjá Schlichting, Lubeck-Travemunde, Vestur-Þýskalandi 1960. Kom fyrst til Grindavíkur 5. júní 1960. Lengdur Noregi 1966.

Gísli Jónsson var fyrsti stálbáturinn sem smíðaður var fyrir Grindvíkinga

Úreldur 1989. Sökkt á Rauða-torginu út af Austfjörðum 2. okt. 1989.

Nöfn: Gísli Jónsson GK 30, Sunnutindur SU 59, Jón á Hofi ÁR 42, Sólveig ÁR 42, Sigurður Sveinsson SH 36, Fjölnir GK 17 og Röst SK 17.

04.06.2013 13:08

Djúpivogur á Sjómannadag: Rafn KE 41 og Páll Jónsson GK 7

Rakst á þessar skemmtilegu myndir á vefnum Djúpivogur.is og eru þær teknar á Sjómannadaginn. Sú fyrri er af Rafni KE 41, sem nýlega var seldur austur og hin er af Vísisbátnum Páli Jónssyni GK 7


                                            7212. Rafn KE 41


             1030. Páll Jónsson GK 7 © myndir Djúpivogur.is, á sjómannadaginn 2013

04.06.2013 12:51

Arnþór GK 125, Lundey RE 381 og Sigurjón Arnlaugsson GK 16

 
 

           197. Arnþór GK 125, 713. Lundey RE 381 og 290. Sigurjón Arnlaugsson GK 16  í Njarðvíkurhöfn á seinni hluta áttunda áratugs, síðustu aldar © myndir Emil Páll

04.06.2013 10:07

Hagbarður KE 116

 

                   144. Hagbarður KE 116 í Njarðvík © mynd Emil Páll

04.06.2013 09:00

Sæþór Árni VE 34


 


           104. Sæþór Árni VE 34, í Vestmannaeyjum á seinni hluta áttunda áratugs síðustu aldar © myndir Emil Páll

04.06.2013 07:42

Albert, Þór og Flotkrani Reykjavíkurhafnar

Þessi er nokkuð gömul, en hann tók ég í Reykjavíkurhöfn á sínum tíma. Með nöfn varðskipana er algjör ágiskun hjá mér, en vonandi er þetta þó nærri lagi sem ég segi um þau.


            5. Albert, 229. Þór og Flotkrani Reykjavíkurhafnar í Reykjavíkurhöfn fyrir langa löngu © mynd Emil Páll

AF FACEBOOK:

Ólafur Þór Zoega Er þetta ekki bátur utaná flotkrananum sem heitir " Brendan " og kom hingað heim eitt sumarið?

03.06.2013 22:30

Frá strandi Pelagus við Vestmannaeyjar fyrir 31 ári

Þann  21. janúar á síðasta ári voru liðin 30 ár síðan belgíski togarinn Pelagus strandaði skammt sunnan við Prestabót austan í Heimaey, Vestmannaeyjum  Foráttubrim var um nóttina en belgíski togarinn varð vélarvana og hafði verið í togi annars belgísks togara þegar togvírinn slitnaði þannig að Pelagus rak að landi.  Fjórir menn fórust í slysinu, tveir úr áhöfn togarans og tveir björgunarmenn.

 

Sex skipverjum var bjargað í land í þessu skelfilega slysi en þeir sem fórust voru Hannes Kristinn Óskarsson, 23 ára sveitaforingi Hjálparsveitar skáta, Vestmannaeyjum, Kristján K. Víkingsson, 32 ára heilsugæslulæknir í Eyjum, Gilbert Stevelinck 17 ára og Patrick Maes 20 ára en þeir tveir síðarnefndu voru í áhöfn skipsins.

 

 
Á forsíðu Morgunblaðsins 22. janúar 1982 segir svo frá slysinu:
"Skelfingu lostnir og án þess að eiga nokkra möguleika á að veita hjálp fylgdust tugir björgunarsveitamanna með baráttu læknis og sveitarforingja hjálparsveitar skáta upp á líf og dauða, um borð í belgíska togaranum Pelagus á strandstað í Eyjum skömmu fyrir hádegi í gær eftir að þeir höfðu freistað þess að bjarga síðasta skipverjanum frá borði, 17 ára gömlum pilti.  Festust björgunarmennirnir í veiðarfærum skipsins og fórust þar, í aðeins um það bil 20-30 metra fjarlægð frá 12-15 metra háum hamravegg, sem drynjandi austanbrim barði í sífellu og var brimið slíkt að það svipti togaranum til eins og fis væri á klöppunum.  Voru björgunarmennirnir staðsettir á brún hamarsins og lá taug með björgunarstól þaðan og út í skipið."

Hér koma myndir frá strandinu, sem Ólafur Guðmundsson heimilaði mér að birta og sendi ég honum kærar þakkir fyrir.














           
Pelagus, á strandstað við Vestmannaeyjar, 21. janúar 1982 © myndir Ólafur Guðmundsson
 

03.06.2013 22:20

Rex RE 114

 

              5611. REX RE 114  í Keflavíkurhöfn fyrir tugum ára © mynd Emil Páll

03.06.2013 21:35

Sævar í Gröf VE 31

 

         5300. Sævar í Gröf VE 31 og systir Sævars, Svanhildur Benónýsdóttir, við hlið bátsins sem ber nafn bróður hennar,  í Vestmannaeyjum, sennilega á áttunda áratug síðustu aldar © mynd Emil Páll

03.06.2013 21:21

Hafnarfjörður í dag: Ágúst GK 94, Baldvin Njálsson GK 400, Snæfell EA 310, Þór HF 4 o.fl.

Þrátt fyrir rigninguna tókst Tryggva að skjóta á þessi skip í Hafnarfjarðarhöfn í dag, fyrir utan skemmtiferðaskipinu sem sagt var fá í færslunni hér á undan.


                                                  1401. Ágúst GK 95


                                                     1351. Snæfell EA 310


                                       2182. Baldvin Njálsson GK 400


                                                  2549. Þór HF 4


                                           © myndir Tryggvi, 3. júní 2013

03.06.2013 21:13

Fjögur skemmtiferða skip í Reykjavík og Hafnarfirði í dag

Ferðasumarið hvað skemmtiferðaskipin er hafið og í dag komu fjögur skemmtiferða skip og þar af það langstærsta sem hingað hefur komið, skip sem er með um 5000 manns um borð.




           Adventure of the Seas, það langstræsta sem hingað hefur komið var við Skarfabakka í dag


                    Crystal Symphony, var einnig við Skarfabakka í Reykjavík í dag


                               Sea Explorer var við Miðbakka í Reykjavík í dag


                   Astor, í Hafnarfjarðarhöfn í dag © myndir Tryggvi, 3. júní 2013